Ég hef ákveðið að gerast bifvélavirki.
íttaði mig á því í morgun þegar við fórum með bílinn hennar Steinunnar í viðgerð, í hverju galdurinn felst. Það er nefnilega alltaf alternatorinn sem klikkar.
Hér eftir – þegar vinir og kunningjar bera sig aumlega yfir bílavandræðum – þá mun ég biðja þá um að lýsa vandamálinu, kinka greindarlega kolli og segja: „Þetta hljómar eins og alternatorinn sé bilaður…“
Síðar, þegar í ljós kemur að skipta þarf um alternator, þá mun ég fá þann stimpil á mig að ég sé ótrúlega klókur varðandi bílaviðgerðir. Fólk mun jafnvel biðja mig um að laga bíla. Þá mun ég aka þeim beint til Bílhússins í Kópavogi, fá þá til að koma druslunum í gang og smyrja svo aðeins ofan á reikninginn sjálfur.
– Þetta hljómar eins og gott plan!
* * *
Proppé kom í kvöldmat, eftir ritnefndarfund Dagfara. Steinunn var með tilraunamennsku – kjúlla í indversku karrý og það svínvirkaði. Sátum fram eftir kvöldi og horfðum á The Office. Það eru bestu gamanþættir seinni ára:
Tim & Gareth:
„Team leader donÂ’t mean anything mate.“
„Excuse me, it means IÂ’m the leader of a team.“
„No it doesn’t-itÂ’s a title someoneÂ’s given you to get you to do something they donÂ’t want to do, for free. Right? ItÂ’s like making a div kid at school milk monitor. No one respects it.“
„I think they do.“
„No they donÂ’t Gareth.“
„Er, yes they do, because if people were rude to me then I used to give them their milk last, so it was warm.“