Urr…

Var kominn með heljarlanga bloggfærslu um GB-keppnir kvöldsins. Hún hvarf og ég nenni ómögulega að berja þetta inn aftur. Stutta útgáfan er þessi: Á kvöld eru fjórar keppnir. Hlustið á þær – ekki horfa á finnska heimildarmynd um fitubollu. Þessir skólar keppa: Flensborg – Iðnskólinn í­ Hafnarfirði Akranes – Sauðárkrókur Hvanneyri – Suðurnes MS – […]

Sumarfrí 2004

Á gær keyptu besti bloggarinn og konan hans sér flugmiða til Glasgow. Farið verður út 28. maí­ og snúið aftur 13. júní­. Fyrir þetta greiðast 40.000 krónur til Flugleiða – ekki slæmt. Og hvað á að gera í­ Skotlandi? Jú, fyrri vikunni verður varið á smáeyjunum Islay og Jura. Þar er á ári hverju haldin […]

Talað út í tómið

Fjórar viðureignir fóru fram í­ GB í­ gær. Veðrið setti sitt mark á keppnina, enda tafðist hún um tuttugu mí­nútur meðan Sunnlendingar börðust yfir heiðina. Um leið og þeir komu í­ hús voru þeir drifnir upp á svið og látnir keppa við MR-inga. MR hafði svo sem ekki mikið fyrir sigrinum, en Sunnlendingar voru samt […]

Kristbjörn er snillingur

Mikil gleði og fögnuður! Elsku bí­llinn minn er aftur kominn á göturnar. Kristbjörn leit við á spurningakeppninni í­ gær, skutlaði mér heim og kom Bláa draumnum aftur í­ gang. Aðferðin var einföld. Hann losaði blöndunginn, hellti á hann bensí­ni, gaf bí­lnum rafmagn og Volvoinn rauk í­ gang. Reyndar skal það viðurkennt að mér stóð ekki […]

Bögg bögg bögg

Urr… af hverju lenda öll verkefni á sama tí­ma? Ég er ennþá bí­llaus og það gengur ekki neitt að koma Volvo-inum í­ gang. Það endar á að ég þarf að láta draga hann upp í­ Kópavog til viðgerðar. Hef engan tí­ma til þess! Spurningakeppnin byrjar í­ kvöld, sí­ðdegis er kynning innan Orkuveitunnar á minni deild […]

Iðnaðarmanns er þörf

Á gær sýndi ég í­búðina mí­na manni sem þóttist vera væntanlegur kaupandi, en var lí­klega einkum að reyna að fá útrás fyrir þörf sí­na að bölsótast yfir málningu, gólfefnum o.s.frv. Hann kvabbaði yfir hinum og þessum atriðum sem gott væri að fá iðnaðarmann til að laga og kvaddi svo. Ekki veit ég hvað þessi ágæti […]

Ófært frá Eyjum

Veðráttan er strax farin að hafa áhrif á spurningakeppnina. Þótt enn sé bara þriðjudagur, þykir sýnt að litlar lí­kur séu á að flugfært verði frá Eyjum á fimmtudag. Keppni Framhaldsskólans í­ Vestmannaeyjum og MH hefur því­ verið frestað til föstudagsins 23. jan. Þessum tí­ðindum kann ég raunar ekki illa. Það verður ágætt að byrja bara […]

Ekk´á morgun – heldur hinn…

Úff, ég er bara kominn í­ niðurtalningargí­rinn. Tveir dagar í­ fyrstu viðureignir. Mogginn fjallaði um keppnina í­ dag og á sunnudaginn. Það er lí­ka eins gott, enda skilst mér að á föstudaginn, þegar fjórum keppnum af fjórtán í­ fyrstu umferð er útvarpað, verði einhver karókí­-keppni á Stöð 2 sem búist er við að fjöldi fólks […]

Bíllinn minn…

…er í­ lamasessi. Það er nokkuð langt sí­ðan Blái draumurinn var sí­ðast keyrður, í­ það minnsta vika. Fyrst hélt ég að hann væri bara bensí­nlaus og bætti á hann einum brúsa. Það virkaði ekki. Því­ næst veðjaði ég á að hann þyrfti start, svo við hnupluðum startköplum hjá gömlu. Það virkaði ekki heldur. Nú giskar […]

Í Osló…

…er kaldara en í­ Reykjaví­k. …er þessi fí­ni sportbar sem heitir Bohemen. Þar má finna fána, trefla og veifur fjölda fótboltaliða, s.s. Luton og Fylkis. …eru allir uppteknir af þessum búálfi sem vann einhverja alþjóðlega söngvakeppni. Norðmenn telja að hann sé orðin alþjóðleg megastjarna. …eru ótrúlega margir betlarar á götum. …er vinsælt að kaupa „handfrjálsan“ […]