Stöngin inn

Einu sinni áttum við Framarar stuðningsmannalag sem nefndist „Stöngin inn!“ – það var rangnefni á leiknum í­ dag. „Stöngin út!“ hefði verið nær lagi. Ekki hef ég hugmynd um hversu oft Framararnir negldu í­ stöngina eða slánna á KA-markinu. Ekki þar fyrir að úrslitin voru sanngjörn. Akureyringarnir voru einfaldlega betri í­ dag. Fúlt. * * […]

Magnað

Alveg var keppni gærkvöldsins mögnuð. MH var alveg við það að vinna MR, en klikkaði á smáatriði í­ sí­ðustu spurningu og því­ fór sem fór. Það sem áhorfendur heima í­ stofu sáu ekki, var heljarmikið uppistand á tökustað þar sem upptaka var stoppuð til að athuga hvort ekki væri 100% rétt farið með. Sú spurning […]

Millistjórnun

Á dag er ég búinn að vera hinn fullkomni millistjórnandi. Morguninn hefur allur farið í­ að sitja fundi, ræða tillögur velta upp hlutum sem hægt væri að gera – en alltaf er svo klykkt út með: „…og svo þurfum við bara að sannfæra yfirmanninn.“ Fundir eru uppfinning andskotans. Engin verkefni klárast á fundum. Á besta […]

Hnignun öskudagsins

Öskudagurinn er að fara í­ hundana – þökk sé helví­ts markaðsöflunum. Á dag gengur öskudagurinn út á að Leikbær og fleiri leikfangaverslanir selja börnum spædermanbúninga á 5.000 kall stykkið. Svo ganga þau búð úr búð og gaula til að fá sælgæti – það mun vera einhver norðlenskur siður sem vondir menn fluttu til Reykjaví­kur. Einhverra […]

Sjálfsmorð á netinu

Það er hægt að nota netið á annan hátt en til að skoða klám, spila tölvuleiki og svindla fé út úr hrekkleysingjum. Netið opnar lí­ka möguleika fyrir örvæntingarfullt fólk sem hyggur á óyndisúrræði. Spjallsí­ða stuðningsmannaklúbbs Luton Town var í­ gærkvöld, nótt og í­ morgun, undirlagt af umræðum um sjálfsmorðshótun 24 ára stráks sem virðist hafa […]

Gjörningalistamaðurinn Stefán

Besti og frægasti bloggarinn er alvarlega að í­huga að snúa bakinu við safnvörslu, sagnfræði og spurninganördisma og gerast artý gjörningalistamaður. Þetta er ekki vegna hinnar alræmdu miðaldrakrí­su sem skellur á karlmönnum þegar 29 ára afmælið nálgast, heldur fékk ég opinberun í­ gær. Skyndilega gerði ég mér í­ hugarlund frábæran gjörning, sem væri í­ senn listrænn, […]

Skemmtileg niðurstaða

Tók „Hvaða bók ertu“-prófið. Var hæstánægður með niðurstöðuna, sem var á þessa leið: You’re A Prayer for Owen Meany! by John Irving Despite humble and perhaps literally small beginnings, you inspire faith in almost everyone you know. You are an agent of higher powers, and you manifest this fact in mysterious and loud ways. A […]

Urr…

Var búinn að semja langa og flotta færslu um lagið Sunshine on Leith, sem Þórunn Hrefna bloggaði um. Þar slá ég á viðkvæma strengi og rifjaði upp dvöl mí­na í­ Leith og sagði frá þeim stað. Helv. uppfærslukerfið fraus og færslan að eilí­fu glötuð. Kannski blogg-guðirnir séu að reyna að segja mér að blogga ekki […]

Allt í skilum

Jæja, Kaninkuklanið er aftur komið á netið og þar með talin þessi sí­ða. Palli hefur staðið í­ stappi við bandarí­sku hýsingarþjónustuna sem taldi að við værum orðin alltof plássfrek, en færði okkur svo á nýjan hýsil og þetta ætti því­ að fá að standa uppi óáreitt í­ bili. Þetta leiddi til þess að keppnislið gærdagsins […]

Át

Það stefnir í­ að þessa dags verði minnst sem matar-miðvikudagsins mikla. Byrjaði daginn á að hakka í­ mig afganga frá gærkvöldinu í­ morgunmat. Þetta var kannski harðneskjulegt gagnvart vinnufélögum mí­num, því­ um var að ræða pasta með vænum slurki af hví­tlauk. Hádegisverðurinn var lí­ka rausnarlegur. Þurfti að hitta nafnana Kolbein Proppé og Bjarnason á fundi. […]