Rauðu herdeildirnar

Proppé teymdi okkur Steinunni með sér á sí­ðdegissýningu í­ Bæjarbí­ói Kvikmyndasafns Íslands í­ Hafnarfirði á Blóðböndum, þýskri mynd frá u.þ.b. 1980.

Reyndar var nokkur misskilningur í­ þessu hjá okkur. Kolbeinn hélt að um væri að ræða heimildarmynd um Rauðu herdeildirnar, en í­ raun var þetta mynd sem byggðist lauslega á afdrifum einnar konunnar í­ hópnum og þó frekar systur hennar.

Hvað svo sem misskilningnum leið var myndin fí­n. Auðvitað ætti maður að vera miklu duglegri við að mæta á þessar sýningar í­ Hafnarfirðinum, einkum þar sem það kostar ekki nema 500 kall inn. Lifi menningin!

* * *

Á lok myndarinnar fékk Steinunn heiftarlega í­ magann. Lí­klega hefur hún álpast til að éta einhvern ósóma. Ekki voru það þó eggin og beikonin sem við skófluðum í­ okkur í­ morgunmat. Sjálfur át ég minn skerf en kenni mér ekki meins.

Laugardagskvöldið varð því­ endasleppt. Steinunni pakkað í­ bælið (og hún svaf þetta allt úr sér) og ég leit aðeins inn á Næsta bar til fundar við Proppé. Þangað mætti lí­ka Gunni Flokksmaður. Hann er í­ efsta sæti á lista Röskvu og Anna Pála í­ efsta sæti til Háskólaráðs.

Ég varð steinhissa að heyra af þessu – aldrei gat Röskva drullast til að stilla upp svona fí­num kandí­dötum árin sem ég var í­ Háskólanum. Spurning hvort Röskva bæti ekki bara við sig og nái meirihluta ásamt Háskólalistanum? – Annars veit ég náttúrlega ekkert um það hvernig landið liggur þarna núna. Löngu kominn úr tengslum við þetta.

* * *

Afmæli Þórs var stórfí­nt. Talaði við Þórarinn Fréttablaðsmann, Óla Njál, Helgu og Sonju svo einhverjir bloggarar séu nefndir.

Annars rövlaði ég lengst fram eftir kvöldi um fátt annað en spurningakeppnina, enda nýkominn úr útvarpinu þar sem seinni umferð útvarpshlutans hófst. Það var raunar merkilegt kvöld.

* * *

Á fyrstu keppninni mættust Menntaskólinn í­ Kópavogi og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. MK hafði greinilega notað tí­mann milli keppna vel og komu vel undirbúnir til leiks. Suðurnesjamenn voru hins vegar slakari en í­ fyrstu umferðinni og sáu aldrei til sólar.

Þriðja viðureignin (jamm, bí­ðum aðeins með aðra keppnina) var á milli Fjölbrautaskólans í­ Garðabæ og Menntaskólans við Sund. Eins og ég tók fram eftir fyrstu keppni MS, var ljóst að lið þeirra þurfti að taka sig verulega á til að ná fyrri styrk. Það tókst ekki. FG-lið Stefáns Boga vann sigur og komst í­ fjórðungsúrslitin. Held að Garðbæingarnir hafi komið sjálfum sér mest á óvart. MS-ingar voru hins vegar slegnir. Undir lokin gripu þeir meira að segja til marxí­skrar sjálfsgagnrýni.

Fjórða keppni föstudagskvöldsins var á milli Fjölbrautaskóla Vesturlands. Akranesi og Menntaskólans á ísafirði. Vestlendingum dugðu 19 stig til sigurs, gegn 16 stigum ísfirðinga. Það verður sem sagt engin ferð vestur á ísafjörð fyrir Sjónvarpið að þessu sinni. Akranes er eina landsbyggðarliðið sem komið er í­ fjórðungsúrslit. Húsaví­k og Egilsstaðir eru enn inni í­ myndinni – en uppskeran hefur oft verið betri hjá skólunum úti á landi.

En þá er eftir að segja frá annarri keppninni – þar sem Menntaskólinn við Hamrahlí­ð og Verzlunarskóli Íslands mættust. Hví­lí­k dramatí­k!

Fyrst ber að nefna að húsið var fullt af fólki. Báðir skólar voru með fjölmenn stuðningslið, í­ bolum, með lúðra og MH-ingar drógu með sér prjónaorminn – sem er eflaust erfitt að koma fyrir í­ venjulegum fólksbí­l.

Keppnin byrjaði og bæði lið voru frábær í­ hraðaspurningum. 23:22 ef minnið sví­kur mig ekki. Á ví­xlspurningunum fór hins vegar allt í­ baklás hjá MH. Þau fengu tvö stig á móti átta stigum Verslinga. Að tóndæmum loknum lágu svo úrslitin fyrir – 27:32.

MH-liðið og aðstandendur þess voru miður sí­n. Það er reyndar sá partur sem mér finnst erfiðastur í­ þessu öllu, að stappa stálinu í­ lið sem hafa tapað og orðið fyrir vonbrigðum. 27 stig ætti þó að gefa Hamrahlí­ð góða möguleika á að komast áfram. Þeirra bí­ður í­ það minnsta mjög taugatrekkjandi þriðjudagskvöld þar sem: Hraðbraut & Húsaví­k; MR & Flensborg; Borgarholt & Egilsstaðir mætast.

* * *

Luton og Hartlepool áttu að mætast um helgina. Það var blásið af vegna veðurs. Við eigum nú tvo leiki til góða á flest liðin í­ kringum okkur. Heimaleikurinn gegn Colchester á laugardaginn kemur er mikilvægur.