Allt er nú til. Á síðunni „My last e-mail“ býðst fólki að skrifa tölvupóst til ástvina, sem sendur verður til þeirra að viðkomandi látnum. Þetta er talið sérstaklega hentugt fyrir þá sem falla óvænt frá.
Eins og fram kemur á síðunni er stöðugt hægt að umrita skilaboðin:
As a web based on-line service, you can create and edit your messages anywhere in the world, at any time, night or day ensuring that they stay relevant, meaningful and above all, up-to-date. It could be at the airport, on the train or at work, wherever you are, providing you can access the Internet and have your authentication key, you can update your messages to reflect life, as it is today.
Hvað gengur á í kollinum á fólki sem semur í sífellu kveðjubréf til fjölskyldunnar?
Það besta við síðuna er „30 daga ókeypis kynningartilboðið“! Uhh… kynningartilboð á andlátskveðjum? Þá væntanlega til að ánægðir kúnnar snúi aftur eða mæli með þessu við vini sína? – Undarlegt…