Krullur

DV birtir megnið af grein sem ég skrifaði á Múrinn á dögunum. Með henni fylgir mynd af mér sem ég hef ekki hugmynd um hvenær var tekin. Merkilegra er þó að myndvinnsludeild blaðsins kýs að klippa af mér allar krullurnar. Skrí­tið.

Annars er DV furðulegt blað. Nú hafa allir fjölmiðlar sagt frá Íslendingnum sem syngur fyrir Dani í­ Júróvisí­on. Af hverju býr DV til forsí­ðufyrirsögnina: „Íslenskur hommi syngur danska lagið í­ Tyrklandi“? – Við hliðina á þessari fyrirsögn er sagt frá lí­kamsárás í­ Keflaví­k, þar sem pí­pari lúskraði á körfuboltamanni. Ekki kemur fram í­ þeirri frétt hvort pí­parinn sé gagnkynhneigður…