Á mars þarf ég að halda þrjá fyrirlestra. Ég lofaði mér í þá alla fyrir mörgum mánuðum. Senn er komið að skuldadögum.
* * *
GB á fimmtudag. Fjölbraut í Garðabæ keppir við Hraðbraut – í Smáralind. Svo virðist sem Sjónvarpið vilji ekki sýna mig í Ellingsen-buxunum og skyrtunni minni. Einhver kaupahéðinn mun þess í stað lána mér föt. Foreldrar mínir og eiginkona hvetja mig eindregið til að festa kaup á þessum fötum – án þess þó að búið sé að velja þau. Svona getur fólk haft mikla trú á bröskurum en litla á hr. Ellingsen.
* * *
Afmælisboð Alfreðs Þorsteinssonar í Perlunni á laugardag var athyglisvert. Ólafur Ragnar flutti einu fyndnu tækifærisræðuna. Halldór ísgrímsson flutti hugsanlega leiðinlegustu tækifærisræðu sem fram hefur komið.
* * *
Fram að gera góða hluti í handboltanum (karlaboltanum, það er). Luton gerði bara jafntefli um helgina. Ekki gott. – Brentford í næsta leik. Hef ekki góða tilfinningu fyrir því.
* * *
Skemmtileg tilgáta hjá Páli. Held ég freistist bara til að trúa henni. – Og nei, ég mun ekki láta meira upp um þetta mál. Þið verðið bara að velkjast í vafa, en auðvitað hefði maður átt að geta giskað á þetta strax…