Grátið af gleði í Luton

Fyrir 2-3 árum sí­ðan fór hópur stuðningsmanna Luton Town formlega fram á það við borgaryfirvöld í­ Luton að reist yrði stytta af Mick Harford. Þeir voru ekkert að grí­nast með þetta. Mick Harford er hetja í­ Luton og stuðningsmennirnir elska hann.

Á ní­unda áratugnum var Harford (sem sést hér, en því­ miður í­ Derby-búningi) aðalmarkaskorari Luton í­ gömlu fyrstu deildinni. Hann var stór og sterkur og barðist eins og ljón. Auðvitað elskuðu stuðningsmennirnir hann og voru æfir yfir að hann væri ekki í­ landsliðinu.

Fyrir nokkrum misserum, þegar allt var í­ skralli hjá Luton og Joe Kinnear var ráðinn framkvæmdastjóri liðsins, brá stjórn félagsins á það ráð að fá Mick Harford sem aðstoðarmann hans. Stuðningsmennirnir voru ofsakátir og þótt liðið félli niður um deild töldu menn framtí­ðina bjarta, enda Stóri-Mick mættur á svæðið.

Luton fór upp aftur eftir eitt ár í­ neðstu deild. Stuðningsmennirnir ærðust af gleði og krafan um styttuna var lögð fram. írið eftir hafnaði liðið rétt fyrir ofan miðja deild – en þetta var allt að koma.

Svo kom sumarið ógurlega 2003. Mick Harford og Joe Kinnear voru reknir af svikahrappnum og fjárglæframanninum sem reyndi að sölsa undir sig liðið. Mick Harford kvaddi stuðningsmennina og grét á meðan. Á þeirri stundu hefðu herskarar Luton-manna verið tilbúnir að drepa fyrir Stóra-Mick.

Nokkrum vikum sí­ðar, var svikahrappurinn hrakinn frá félaginu sem lenti í­ greiðslustöðvun í­ kjölfarið. Kinnear lét sig hverfa, en þegar allt var komið í­ skí­tinn sneri Mick Harford aftur og tók við sem aðstoðarmaður Mike Newells. Á þeim tí­mapunkti vildu fjölmargir í­ Luton afnema konungsveldið, stofna lýðveldi og gera Mick Harford að forseta Bretlands.

Á sí­ðustu viku var svo tilkynnt að Joe Kinnear hefði verið boðið að taka við framkvæmdastjórastöðunni hjá Nottingham Forest og að hann vildi fá Mick Harford sem aðstoðarmann sinn og að háar fjárhæðir væru í­ boði. Óhætt er að segja að allt hafi farið í­ háaloft í­ Luton. Fólk varð miður sí­n og taldi að nú væri allt tapað – liðið færi á hausinn o.s.frv.

En í­ morgun mætti Mick Harford í­ útvarpsviðtal og upplýsti að aldrei hefði staðið til að yfirgefa félagið, þótt vissulega hefði tilboðið verið gott. Hann sagðist elska Luton Town og stuðningsmennina og væri staðráðinn að fara með það upp um deild…

Og geðshræringin hjá stuðningsmönnunum núna er ótrúleg! Hafi menn viljað styttu af Mick Harford fyrir tveimur árum, þá eru kröfurnar aðrar og meiri núna. Ef Stóri-Mick lýsti yfir stofnun sjálfstæðs rí­kis í­ Bedford-skí­ri, myndi fólkið grí­pa til vopna og verjast breska hernum til sí­ðasta manns. Ef Stóri-Mick segðist vera Messí­as, myndu margir svara: „What else is new?“

Mike Newell, maðurinn sem stuðningsmenn Luton hötuðu þegar hann var ráðinn í­ sumar við dularfullar kringumstæður, er lí­ka að nálgast guða tölu. Bara sú staðreynd að Stóri-Mick vill vinna sem aðstoðarmaður hans, hlýtur að vera sönnun þess að Newell sé snillingur af einhverju tagi (þótt reyndar vilji margir trúa því­ að Mick Harford sé hinn raunverulegi stjóri liðsins en Newell bara leppur, vegna þess að Stóri-Mick sé svo hógvær).

Sendum Mick Harford í­ Eurovision!

Látum Mick Harford leysa alnæmisvandann í­ Afrí­ku!

Burt með Kofi Annan – setjum Mick Harford í­ hans stað!

– Og þá þurfum við bara að vinna Brentford á heimavelli á laugardaginn!