Skemmtileg niðurstaða

Tók „Hvaða bók ertu“-prófið. Var hæstánægður með niðurstöðuna, sem var á þessa leið:


You’re A Prayer for Owen Meany!

by John Irving

Despite humble and perhaps literally small beginnings, you inspire
faith in almost everyone you know. You are an agent of higher powers, and you manifest
this fact in mysterious and loud ways. A sense of destiny pervades your every waking
moment, and you prepare with great detail for destiny fulfilled. When you speak, IT
SOUNDS LIKE THIS!


Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

Merkilegt nokk fékk ég bók sem ég hef lesið og verið mjög hrifinn af. A Prayer for Owen Meany er falleg bók. Ekki jafn fyndin og margar hinna bókanna eftir John Irving. Hotel New Hampshire og The World According to Garp eru miklu skemmtilegri ef út í­ það er farið – en það var eitthvað sem snart mig við þessa bók á sí­num tí­ma.

Titilpersónan, Owen Meany, er einhver eftirminnilegasti karakter sem ég rekist á í­ skáldsögu. John Irving er einn af fáum höfundum sem ég skammast mí­n fyrir að hafa ekki lesið komplett.

* * *

Sit í­ vinnunni og er að drepast úr sulti. Hér verður allt brjálað að gera í­ kvöld þegar Vetrarhátí­ðinni lýkur í­ Elliðaárdal. Best að verða sér út um nóg matarföng og sofna svo í­ stofusófanum með bjór þegar brjálæðinu lýkur.

* * *

Verð að ná smá boltabloggi. Luton skellti Brentford um helgina. Enoch Showunmi, maðurinn sem ekki er samningsbundinn og fær bara greiddan útlagðan kostnað frá félaginu, gerði þrennu. Hann er væntanlega fyrsti áhugamaðurinn til að skora þrennu í­ nesku deildarkeppninni í­ áratugi eða jafnvel allt frá ní­tjándu öld.

Luton er komið í­ 6ta sæti. Útileikur gegn Grimsby á þriðjudaginn gæti gert stöðuna harla vænlega. Jæja Bryndí­s – ekki létum við verða af þeim áformum okkar í­ ár að fara saman á Grimsby-Luton. Kannski að ári, kannski að ári…