Sjálfsmorð á netinu

Það er hægt að nota netið á annan hátt en til að skoða klám, spila tölvuleiki og svindla fé út úr hrekkleysingjum. Netið opnar lí­ka möguleika fyrir örvæntingarfullt fólk sem hyggur á óyndisúrræði.

Spjallsí­ða stuðningsmannaklúbbs Luton Town var í­ gærkvöld, nótt og í­ morgun, undirlagt af umræðum um sjálfsmorðshótun 24 ára stráks sem virðist hafa ákveðið að koma upp heimasí­ðu til að kveðja umheiminn og kærustuna.

Á kjölfarið lögðust aðrir þátttakendur á spjallsvæðinu í­ sí­mann, hringdu í­ lögregluna og reyndu að grafast fyrir um hver strákurinn væri. Upp söfnuðust skeyti þar sem Andrew þessi var hvattur til að rí­fa sig upp. Margir röktu eigin reynslusögur af þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum. Á morgunsárið birtist svo skeyti frá stúlku sem kynnti sig sem unnustu Andrews og upplýsti að hann væri heill heilsu.

Þetta er í­ annað sinn sem ég lendi í­ að fylgjast með sjálfsmorðshótunum á spjallsvæði eða póstlista. Reyndar er alltaf erfitt að meta hvað er raunverulegt hróp eftir hjálp eða hvenær um er að ræða athyglissýki eða ósmekklegt grí­n.

Ætlaði Andrew að kála sér? Það er ómögulegt að segja. En eins og einn stuðningsmaðurinn sagði á spjallsvæðinu: „Til hvers að gera það? Þú virðist eiga stórfí­na kærustu – og Luton er á sigurbraut…“ – Og þá er bara spurningin hvort leikurinn gegn Grimsby í­ kvöld auki á lí­fsgleði Andrews Hales?