Hnignun öskudagsins

Öskudagurinn er að fara í­ hundana – þökk sé helví­ts markaðsöflunum.

Á dag gengur öskudagurinn út á að Leikbær og fleiri leikfangaverslanir selja börnum spædermanbúninga á 5.000 kall stykkið. Svo ganga þau búð úr búð og gaula til að fá sælgæti – það mun vera einhver norðlenskur siður sem vondir menn fluttu til Reykjaví­kur. Einhverra hluta vegna hefur öskudagur alltaf verið sérstaklega mikil hátí­ð á Eyjafjarðarsvæðinu.

Þegar ég var grí­slingur, var öskudagurinn mun ómarkvissari en jafnframt skemmtilega kaotí­skur. Skipulagðar skemmtanir voru fáar í­ bænum að þessu tilefni. Á miðbænum var sleginn köttur úr tunnu, þ.e. stálpaðir strákar börðu í­ tunnu uns hún rifnaði í­ sundur og úr ullu töggur-karamellur. Hersing af börnum hlupu í­ eina kös og smástelpur tróðust undir. – Sögur gengur af því­ að á ísafirði væri í­ raun og veru dauður köttur í­ tunnunni, en eitthvað segir mér að svo hafi ekki verið í­ alvörunni.

Grí­mubúningar voru þó ekki aðalmálið á öskudaginn, enda Leikbær (þá Liverpool) ekki búið að taka hann yfir. Flestir klæddu sig því­ bara í­ gömul föt af ömmu sinni eða afa. Einungis þeir sem áttu heimavinnandi og ofvirkar mömmur voru í­ „almennilegum“ búningum. Þá sjaldan ég reyndi að klæða mig í­ grí­mubúning, var ég alltaf gamall kall – í­ frakka af afa og með staf sem langafi heitinn hafði átt. Eftir tuttugu mí­nútur hætti svo að vera gaman að styðja sig við stafinn og var hann upp frá því­ notaður til stangarstökks eða skylminga.

Aðalmálið voru öskupokarnir. Þeir voru hengdir miskunarlaust á úlpur vina, kunningja og almennra vegfarenda. Það þótti bráðfyndið. Rauði krossinn reyndi lí­ka að gera sér mat úr deginum með því­ að selja silkipoka með merki hreyfingarinnar. Börn voru plötuð til að ganga í­ hús og selja þetta upp á von um sölulaun. Held að krakkarnir í­ skóverksmiðjunum í­ Kí­na hafi haft meira upp úr krafsinu en hrekkleysingjarnir sem létu etja sér út í­ þessa pokasölu.

Eftir öskudaginn eipaði alltaf einhver mamman yfir því­ að stungin hefðu verið göt á nýju úlpuna barnsins hennar, sem einmitt var úr asnalegu gerviefni sem þola átti regn, heimskautakulda og rok – en raknaði upp í­ strimla við tí­tuprjónsstungu. Á kjölfarið fylgdi ræða frá skólastjóra eða yfirkennara Melaskóla um að bera virðingu fyrir eignum annarra.

Jamm.