Á dag er ég búinn að vera hinn fullkomni millistjórnandi.
Morguninn hefur allur farið í að sitja fundi, ræða tillögur velta upp hlutum sem hægt væri að gera – en alltaf er svo klykkt út með: „…og svo þurfum við bara að sannfæra yfirmanninn.“
Fundir eru uppfinning andskotans. Engin verkefni klárast á fundum. Á besta falli eru skipaðir vinnuhópar og bókaðir tímar fyrir næsta fund. – Og svo endar þetta alltaf á hinni klassísku kveðju: „Við bræðum þetta svo bara með okkur og verðum í sambandi. Sendu mér tölvupóst…“
* * *
MH-MR síðdegis. Held að keppnin verði frábær. Spurningarnar verða í það minnsta skemmtilegar – vona ég…