Fyrir 2-3 árum síðan fór hópur stuðningsmanna Luton Town formlega fram á það við borgaryfirvöld í Luton að reist yrði stytta af Mick Harford. Þeir voru ekkert að grínast með þetta. Mick Harford er hetja í Luton og stuðningsmennirnir elska hann. Á níunda áratugnum var Harford (sem sést hér, en því miður í Derby-búningi) aðalmarkaskorari …
Monthly Archives: febrúar 2004
3 fyrirlestrar
Á mars þarf ég að halda þrjá fyrirlestra. Ég lofaði mér í þá alla fyrir mörgum mánuðum. Senn er komið að skuldadögum. * * * GB á fimmtudag. Fjölbraut í Garðabæ keppir við Hraðbraut – í Smáralind. Svo virðist sem Sjónvarpið vilji ekki sýna mig í Ellingsen-buxunum og skyrtunni minni. Einhver kaupahéðinn mun þess í …
Selt
Jæja, íbúðin seldist loksins í gær. Þá er þeim kafla í lífi mínu lokið – tja, þó með þeirri undantekningu að enn á eg eftiri að innheimta vangoldna leigu frá fyrrverandi leigjanda – án þess að hafa mikla trú á að neitt komi út úr því. * * * Fyrirlestur Unnar Birnu á miðvikudaginn var …
Rafmagnsnjörður
Ég er rafmagnsnjörður dagsins! Þar sem líftími ljósapera á Mánagötunni er harla skammur, afréð besti og frægasti bloggarinn að fá lánaðan spennurita. Spennuritinn var í gangi í rúman sólarhring og í gærkvöldi lágu niðurstöðurnar fyrir: samkvæmt þeim er spennan að dansa í kringum 240 volt, en ekki 230 eins og vera ber. Þar sem flestar …
Krullur
DV birtir megnið af grein sem ég skrifaði á Múrinn á dögunum. Með henni fylgir mynd af mér sem ég hef ekki hugmynd um hvenær var tekin. Merkilegra er þó að myndvinnsludeild blaðsins kýs að klippa af mér allar krullurnar. Skrítið. Annars er DV furðulegt blað. Nú hafa allir fjölmiðlar sagt frá Íslendingnum sem syngur …
Rauð spjöld
Oft hef ég séð dómara missa tök á leikjum, en sjaldan þó eins og í Egilshöllinni í gær. Framarar voru að spila við Þrótt og augljóslega mikið í húfi – fimmta sætið í Reykjavíkurmótinu. Leikurinn var í það heila tekið prúðmannlegur, en samt tókst að reka fimm leikmenn út af: þrjá Framara og tvo röndótta. …
Logo
Besti og frægasti bloggarinn er ekki mikið tölvuséní. Þessar upplýsingar kunna að koma mörgum á óvart og eru þeim mun undarlegri í ljósi menntunar hans. Sú var nefnilega tíðin að besti bloggarinn lærði á Logo. Um 1984-5 var fólk farið að komast inn á þá skoðun að innan tíðar yrðu tölvur mikilvægur þáttur í skólastarfi. …
Tölvupóstur að handan
Allt er nú til. Á síðunni „My last e-mail“ býðst fólki að skrifa tölvupóst til ástvina, sem sendur verður til þeirra að viðkomandi látnum. Þetta er talið sérstaklega hentugt fyrir þá sem falla óvænt frá. Eins og fram kemur á síðunni er stöðugt hægt að umrita skilaboðin: As a web based on-line service, you can …
Tár og bros
Það vantaði ekki dramatíkina í GB í gær. Fyrir kvöldið voru fjögur lið komin áfram: MK, Vesturland, Versló og Garðabær. Stigahæsta tapliðið var MH með 27 stig – og vegna góðs gengis þeirra í fyrri umferðinni var ljóst að hvert hinna liðanna sem væri þyrfti stiginu meira til að komast áfram af þeim kvóta. Á …
Þór Steinarsson
Til skamms tíma hélt ég að Þór Steinarsson væri guðleysingi og kommúnisti. Nú er ég farinn að efast verulega. ístæðan er einföld. Á morgun, þegar ég ætlaði að skoða bloggið hans Þórs, sem hefur slóðina: „http://thorworks.blogspot.com“, gleymdi ég óvart að slá inn eitt „s“ og útkoman varð: http://thorworks.blogpot.com/. Á ljós kom megastór gagnagrunnur fullur af …