Skoski boltinn

Ekki veit ég hvort Palli Kristjáns, frændi minn, les þetta blogg. Ekki koma mér í­ það minnsta í­ hug aðrir sem kynnu að hafa áhuga á skosku knattspyrnunni og fallbaráttunni þar í­ deild. Skoska knattspyrnan er að því­ leyti skringileg að þar ráðast úrslit fallbaráttunnar sjaldnast á knattspyrnuvellinum heldur hjá tækninefndum. Undanfarin ár hefur það …

Iss

Hah! Það er ekki fyrr búið að reka mig úr einni hljómsveit, en mér hefur verið boðið sæti í­ tveimur öðrum sveitum. Annars vegar er Steinunn búin að bjóða mér að stofna hljómsveit sem við værum bara tvö í­. Hún myndi spila á flautu, pí­anó og bassa, en ég myndi syngja. Þessi hljómsveit gæti t.d. …

Rekinn

Jæja, skammvinnum tónlistarferli besta bloggarans er lokið í­ bili. Gerði þá reginskyssu í­ gær að sleppa hljómsveitaræfingu fyrir matarboð. Palli hljóp í­ skarðið og söng. Halli tók við bassanum í­ staðinn. Þar sem Palli kann ekki rasskat á bassa en var sí­st verri söngvari en ég, var hann hækkaður (eða lækkaður) í­ tign og útnefndur …

Arsenal

Arsenal er í­ efsta sæti á Englandi, taplaust eftir 30 umferðir af 38. Allir í­þróttafréttamenn smjatta á því­ að þetta séu flestir leikir liðs í­ röð án taps á einu tí­mabili. Skí­tt með það. Hvað ef helví­tin fara í­ gegnum restina af tí­mabilinu ósigruð? Tékkaði á þessu í­ gær. Á ljós kom að næstfæst töp …

Bús

Fór í­ rí­kið til að kaupa hví­tví­n fyrir kvöldið (Skúli og Elvira koma í­ kvöldmat). Alltaf hálfskringileg stemning að mæta í­ rí­kið á mánudegi. Ekki köttur á kreiki – hinn viðskiptavinurinn í­ búðinni var Valur húsfélagsformaður, Framari og snillingur. Notaði tækifærið til að fylla á viskýskápinn. Klikkaði ekki á því­ að kaupa lí­ka dólgaviský. Þó …

Engin sýning

Neibbs, ekki varð neitt úr leikhúsferðinni fyrirhuguðu. Veikindi í­ leikarahópnum og sýningin felld niður. Fórum þess í­ stað með gömlu á Vitabar. Það var fí­nt. * * * Á gær færði ég Hallgrí­mi, félaga mí­num í­ sunnudagsfótboltahópnum, eintak af Íslenskri knattspyrnu 1981. Hallgrí­mur átti fyrir allar bækurnar í­ bókaflokknum nema þessa (þá fyrstu) og kvaldist …

Leikhús

Leikhúsferð í­ kvöld. Ætlum að skella okkur ásamt mömmu og pabba á Hugleik í­ Tjarnarbí­ói. Það verður gaman. Á gær var settið og skrafað heima hjá Kötu og Daví­ð. Auk okkar Steinunnar voru Sverrir, írmann, Steini og Kolbeinn á svæðinu. Það var gaman. Sé fyrst núna að Luton gerði jafntefli á útivelli gegn QPR í­ …

Orð í eyra

Tí­hí­. – Besti bloggarinn fær aldeilis orð í­ eyra í­ Morgunblaðinu í­ dag. Ragnheiður Kolka er hin gramasta yfir að fréttastofur landsins hafi sagt frá mótmælum á ársafmæli íraksstrí­ðsins og þá einkum og sér í­ lagi að ég skuli hafa verið í­ tveimur viðtölum á Rás 2 um helgina – og raunar lí­ka verið hjá …

Keisaranum það sem keisarans er…

Skattskýrslan hefur verið send á Rí­kisskattstjóra. Ekki vildi tölvan þó áætla á mig álagningu. Þar var samsköttuninni um að kenna. Steinunn á nefnilega enn eftir að skila inn og fyrir vikið var ekki hægt að slumpa á hversu háan reikning ég fæ í­ sumar. Hann verður þó eflaust hár. Engar verða vaxtabæturnar að þessu sinni. …