…and it was a gas!
Blondie, Heart of Glass
Fyrirlesturinn í Borgarskjalasafninu í gær tókst ágætlega að ég held. Óli Njáll var hvergi sjáanlegur, ætti málið honum þó að vera skylt ef horf er til ættartengsla hans við Gasstöðina. Ég bíð enn eftir að hann komi færandi hendi með fullt af heimildum um Gasstöðina úr fórum afa síns. Er þetta ekki sá árstími þegar gamlir Gettu betur-nirðir úr Versló ættu að reyna að sleikja mig upp?
Gneistinn og Eygló mættu hins vegar. Vonandi náðu þau góðri ljósmynd af dómaratríóinu: mér, Eggerti Þór og Ragnheiði Erlu. Erindi Eggerts var fínt, en galt fyrir að hann var seinn í gang og þurfti að kvista fyrirlesturinn niður í pontu. Bjartsýni íslenskra ráðstefnuhaldara við að troða fjölmörgum erindum á stutta dagskrá er söm við sig – enda fór prógrammið klukkutíma fram úr áætlun.
* * *
Framararnir tóku KA í handboltanum. Alltaf eru þeir súrsætir sigrarnir, þegar liðið manns nær að hefna taps í úrslitaleik bikarkeppni með því að vinna ómerkilegan deildarleik. Er smeykur um að Framararnir komist ekki í fjórða sætið úr þessu og þá skiptir ákaflega litlu máli hvort fimmta eða sjötta sætið verður niðurstaðan.
Luton vann Blackpool 3:2. Erum í sjötta sæti. Gríðarlega erfiður útileikur gegn Port Vale á þriðjudag, þar sem útlit er fyrir skítavegur. Ekki fallegt.
* * *
Mótmæli við Stjórnarráðið á laugardag kl. 12.
Verið þar eða ferhyrnd!