Jæja, Júlíana fyrrum Hollandsdrottning, dó um helgina. 94 ára. Merkilegt hvað þessar evrópsku drottningar reynast langlífar. Hóglífið nær ekki að leggja þær jafn snemma í gröfina og karlana.
Júlíana gaf tóninn fyrir skandinavísku/benelúx-uppskriftina að kóngafólki sem fer sinna ferða hjólandi og er við alþýðuskap. Það er afleitt að kerlingunni skuli hafa dottið þetta í hug, því ef Belgar, Hollendingar og Norðurlandabúar hefðu mátt búa við fúla og uppskrúfaða kónga er dagljóst að búið væri að stofna lýðveldi í öllum ríkjunum.
Ef ég byggi í konungsríki væri ég gallharður lýðveldissinni. Á sumum þessara samfélaga væri maður litinn meira hornauga fyrir að heimta afnám konungsveldisins en fyrir að krefjast stofnun íslamsks bókstafstrúarríkis.