Tíhí. – Besti bloggarinn fær aldeilis orð í eyra í Morgunblaðinu í dag.
Ragnheiður Kolka er hin gramasta yfir að fréttastofur landsins hafi sagt frá mótmælum á ársafmæli íraksstríðsins og þá einkum og sér í lagi að ég skuli hafa verið í tveimur viðtölum á Rás 2 um helgina – og raunar líka verið hjá Ævari Kjartanssyni á Rás 1 (þótt það komi ekki alveg skýrt fram hvernig viðtal Ævars og Jóns Ólafssonar við mig um þróun sjálfsmyndar og valdabaráttu íslenskra verkfræðinga á þriðja og fjórða áratugnum geti talist samsæri kommúnista.)
Þegar stuðningsmenn stríðsins skrifa í blöðin til að kvarta yfir að rætt sé við mann, þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt – ekki satt?