Leikhús

Leikhúsferð í­ kvöld. Ætlum að skella okkur ásamt mömmu og pabba á Hugleik í­ Tjarnarbí­ói. Það verður gaman.

Á gær var settið og skrafað heima hjá Kötu og Daví­ð. Auk okkar Steinunnar voru Sverrir, írmann, Steini og Kolbeinn á svæðinu. Það var gaman.

Sé fyrst núna að Luton gerði jafntefli á útivelli gegn QPR í­ gær. Það er gaman.

ístæða þess að ég vissi þetta ekki strax í­ gær er að Textavarpið er að fokka upp sí­ðu 354, þar sem enska 2. deildin er rakin. Þeir setja okkur í­ 60 stig í­ sjötta sæti en ekki 58 í­ áttunda sæti. Það er ekki gaman.

Ef svo fer sem horfir verður keppni föstudagsins tilbúin strax í­ fyrramálið og ekki útlit fyrir neinu pikklesi með myndir. Spurningarnar eru góðar, held ég – enda ekki laust við að maður hafi byrjað að „taka frá“ mögulegar úrslitaleiksspurningar um leið og samningin á þessum ósköpum hófst. Þetta verður sem sagt gaman.

Jamm.