Iss

Hah! Það er ekki fyrr búið að reka mig úr einni hljómsveit, en mér hefur verið boðið sæti í­ tveimur öðrum sveitum.

Annars vegar er Steinunn búin að bjóða mér að stofna hljómsveit sem við værum bara tvö í­. Hún myndi spila á flautu, pí­anó og bassa, en ég myndi syngja. Þessi hljómsveit gæti t.d. heitið „Hjóna-bandið“ – sem væri sniðugt.

Hins vegar er um að ræða sveit sem hefur allar græjur: trymbil, hljómborðsleikara, vanan bassamann og gí­tarista. Félagar mí­nir í­ gamla bandinu voru ekki með neinn á hljómborð.

Ég sé fram á að vera komin á forsí­ður tónlistarblaðanna áður er Tony Blair verður skriðinn út úr æfingarhúsnæðinu…

Samt gæti lí­ka farið svo að ég leggi bara hljóðnemann á hilluna.