Rekinn

Jæja, skammvinnum tónlistarferli besta bloggarans er lokið í­ bili.

Gerði þá reginskyssu í­ gær að sleppa hljómsveitaræfingu fyrir matarboð. Palli hljóp í­ skarðið og söng. Halli tók við bassanum í­ staðinn.

Þar sem Palli kann ekki rasskat á bassa en var sí­st verri söngvari en ég, var hann hækkaður (eða lækkaður) í­ tign og útnefndur söngvari pönkhljómsveitarinnar Tony Blair í­ minn stað. Halli er orðinn bassaleikari.

Ég hef verið rekinn úr minni fyrstu hljómveit. Verð ég hinn nýi Pete Best og ver það sem eftir er ævinnar í­ að harma það að hafa ekki orðið milljóner og súperstjarna? – Vonandi fæ ég að troða upp sem gestanúmer í­ Launaþrælnum á tónleikum…