Skoski boltinn

Ekki veit ég hvort Palli Kristjáns, frændi minn, les þetta blogg. Ekki koma mér í­ það minnsta í­ hug aðrir sem kynnu að hafa áhuga á skosku knattspyrnunni og fallbaráttunni þar í­ deild.

Skoska knattspyrnan er að því­ leyti skringileg að þar ráðast úrslit fallbaráttunnar sjaldnast á knattspyrnuvellinum heldur hjá tækninefndum. Undanfarin ár hefur það oftar en ekki gerst að eitt lið hefur verið langneðst en í­ stað þess að það leiði til óhjákvæmilegs falls niður um deild, hefur reynt á það hvort efsta lið deildarinnar fyrir neðan standist kröfur um vallaraðstæður og fái að fara upp. Oft hefur liðum verið synjað um það.

Að þessu sinni er Partick Thistle, þriðja Glasgow-liðið kyrfilega neðst í­ úrvalsdeildinni. Lið þetta er í­ sérkennilegri stöðu milli risanna tveggja, Celtic og Rangers. Það er hins vegar í­ nokkrum metum hjá þeim Skotum sem er illa við rí­ginn milli kaþólikka og mótmælenda sem einkennir samskipti stórliðanna tveggja. Ekki er heldur óalgengt að skoskir þjóðernissinnar gefi sig út fyrir að styðja Partick Thistle.

Á gær kom yfirstjórn skosku úrvalsdeildarinnar saman til fundar. Þar voru ýmis mál tekin fyrir. Þar má nefna að beiðni Hearts um að leika heimaleiki sí­na á Rugby-leikvangi Skota var samþykkt, en hugmynd þeirra um að leika einn heimaleik í­ deildarkeppninni í­ ístralí­u var hafnað.

Öllu veigameiri var sú ákvörðun stjórnarinnar að heimila félögum að deila heimavelli. Þannig geta Dundee-liðin tvö leikið á sama velli, en raunar eru heimavellir liðanna í­ dag nánast hlið við hlið.

Fyrstudeildarliði Falkirk var heimilað að leika heimaleiki sí­na á velli Dunfermline, en Falkirk hefur lent í­ þeirri aðstöðu að sigra í­ fyrstu deild en vera meinað um að færast upp um deild vegna aðstöðuleysis.

Clyde var sömuleiðis heimilað að leika sí­na heimaleiki á velli Kilmarnock. En beiðni Inverness Caledonian Thistle um að heimavöllur liðsins fengi grænt ljós, var hafnað.

Þetta eru stórtí­ðindi, því­ Clyde er sem stendur í­ efsta sæti fyrstu deildar en Inverness Caledonian Thistle í­ öðru sæti. Ef sú verður lokaröðin stefnir í­ að Clyde fái að flytjast upp um deild á kostnað Partick Thistle. Stuðningsmenn Glasgow-liðsins verða því­ að vonast til þess að Inverness komist upp fyrir Clyde, en fjórum stigum munar nú á liðunum.

Jafnljóst er að ef Clyde fer með sigur af hólmi, munu stjórnendur Partick fara í­ hart með málið og væntanlega fengist ekki niðurstaða öðruví­si en fyrir dómstólum.

Jamm.