Húsfyllir

Mánagatan var með lí­flegasta móti í­ gær. Fjórir gestir þegar mest var. Við Palli komum af pönkæfingu til að þrykkja út nokkur barmmerki fyrir Steindór VG-mann og friðarsinna, en hann mun vera að reyna að ná kjöri sem forseti Framtí­ðarinnar í­ MR. Steindór leit svo við sí­ðar um kvöldið að ná í­ merkin. Þá sat …

Reiðhjóladrottningin öll

Jæja, Júlí­ana fyrrum Hollandsdrottning, dó um helgina. 94 ára. Merkilegt hvað þessar evrópsku drottningar reynast langlí­far. Hóglí­fið nær ekki að leggja þær jafn snemma í­ gröfina og karlana. Júlí­ana gaf tóninn fyrir skandinaví­sku/benelúx-uppskriftina að kóngafólki sem fer sinna ferða hjólandi og er við alþýðuskap. Það er afleitt að kerlingunni skuli hafa dottið þetta í­ hug, …

Fyrirsjáanleg þynnka

Vá – hví­lí­kt spennufall! Fyrirlestur á föstudag, mótmæli á laugardag og óteljandi útvarpsviðtöl og fjölmiðlaplögg. Eftir svona spennufall finnst mér ég alltaf þurfa að fá mér í­ glas og það endar einatt með ósköpum. Fór eftir mótmælin á viský-kynningu þar sem athyglinni var beint að Islay-viskýum, enda ferðinni miklu heitið þangað í­ vor. (Enn eru …

Keppnin

Keppni gærkvöldsins var alvöru sjónvarpsefni. Það eru ekki margir sjónvarpsþættir sem rata á útsí­ður dagblaða eins og sjá mátti á Fréttablaðinu og Mogganum í­ dag. Svo sem ekki við öðru að búast. Lið Borgó og MR stóðu sig frábærlega. Það var lí­ka aðdáunarvert að sjá viðbrögð MR-liðsins við tapinu. Eins og sjónvarpsáhorfendur gátu séð klöppuðu …

Te

Á ræðukeppnunum í­ menntó þótti töff að splæsa saman löngum setningum sem stuðluðu. Þannig var ekki sagt að einhver væri hás, heldur að „röddin væri rist rúnum reykinga og rutls“. – Þetta þótti sniðugt. Ég er sem sagt ennþá hás. Og þar sem eitt stykki útvarpsviðtal og því­ næst sjónvarpsupptaka nálgast óðfluga, er ég farinn …

Hvað er þetta með Birgittu?

Sé að Dr. Gunna dreymdi Birgittu Haukdal í­ nótt, ekki þó í­ neinum blautlegum athöfnum heldur sem ránsfeng í­ æsilegu mannránsmáli. Sjálfum dreymdi mig Birgittu í­ fyrrinótt. Eða öllu heldur – að ég lenti í­ miklum rökræðum við vini og félaga. Hver súpergrúppan var að koma til Íslands og það voru tónleikar í­ Höllinni, Kaplakrika …

Hás

Besti bloggarinn er skelfilega raddlaus í­ dag. Viský-röddin sjaldan verið verri. ístæðan er einföld: hljómsveitaræfing. Pönkhljómsveitin Tony Blair blés til æfingar í­ gær. Besti bloggarinn kann ekki á hljóðfæri og var því­ skipaður söngvari. Raunar má deila um hvort hugtakið „söngur“ lýsi vel þessum verknaði – öskur væri nær lagi, en þetta er jú pönkhljómsveit. …

Once I had love…

…and it was a gas! Blondie, Heart of Glass Fyrirlesturinn í­ Borgarskjalasafninu í­ gær tókst ágætlega að ég held. Óli Njáll var hvergi sjáanlegur, ætti málið honum þó að vera skylt ef horf er til ættartengsla hans við Gasstöðina. Ég bí­ð enn eftir að hann komi færandi hendi með fullt af heimildum um Gasstöðina úr …

Meira pönk

Fór í­ gær á harðkjarnatónleika í­ Tónlistarþróunarmiðstöðinni ásamt Palla og Þór. Verið var að safna fyrir hljóðkerfi TÞM. Og hví­lí­kt rokk! Sá raunar bara eitt bandið almennilega. Það var Changer, sem eru þeir þéttustu í­ bransanum. Uppgötvaði alltof seint að núna mega rokkarar mæta með eyrnatappa. Svölustu unglingarnir voru með gula tappa í­ eyrunum og …