Mánagatan var með líflegasta móti í gær. Fjórir gestir þegar mest var. Við Palli komum af pönkæfingu til að þrykkja út nokkur barmmerki fyrir Steindór VG-mann og friðarsinna, en hann mun vera að reyna að ná kjöri sem forseti Framtíðarinnar í MR. Steindór leit svo við síðar um kvöldið að ná í merkin. Þá sat …
Monthly Archives: mars 2004
Reiðhjóladrottningin öll
Jæja, Júlíana fyrrum Hollandsdrottning, dó um helgina. 94 ára. Merkilegt hvað þessar evrópsku drottningar reynast langlífar. Hóglífið nær ekki að leggja þær jafn snemma í gröfina og karlana. Júlíana gaf tóninn fyrir skandinavísku/benelúx-uppskriftina að kóngafólki sem fer sinna ferða hjólandi og er við alþýðuskap. Það er afleitt að kerlingunni skuli hafa dottið þetta í hug, …
Fyrirsjáanleg þynnka
Vá – hvílíkt spennufall! Fyrirlestur á föstudag, mótmæli á laugardag og óteljandi útvarpsviðtöl og fjölmiðlaplögg. Eftir svona spennufall finnst mér ég alltaf þurfa að fá mér í glas og það endar einatt með ósköpum. Fór eftir mótmælin á viský-kynningu þar sem athyglinni var beint að Islay-viskýum, enda ferðinni miklu heitið þangað í vor. (Enn eru …
Keppnin
Keppni gærkvöldsins var alvöru sjónvarpsefni. Það eru ekki margir sjónvarpsþættir sem rata á útsíður dagblaða eins og sjá mátti á Fréttablaðinu og Mogganum í dag. Svo sem ekki við öðru að búast. Lið Borgó og MR stóðu sig frábærlega. Það var líka aðdáunarvert að sjá viðbrögð MR-liðsins við tapinu. Eins og sjónvarpsáhorfendur gátu séð klöppuðu …
Te
Á ræðukeppnunum í menntó þótti töff að splæsa saman löngum setningum sem stuðluðu. Þannig var ekki sagt að einhver væri hás, heldur að „röddin væri rist rúnum reykinga og rutls“. – Þetta þótti sniðugt. Ég er sem sagt ennþá hás. Og þar sem eitt stykki útvarpsviðtal og því næst sjónvarpsupptaka nálgast óðfluga, er ég farinn …
Hvað er þetta með Birgittu?
Sé að Dr. Gunna dreymdi Birgittu Haukdal í nótt, ekki þó í neinum blautlegum athöfnum heldur sem ránsfeng í æsilegu mannránsmáli. Sjálfum dreymdi mig Birgittu í fyrrinótt. Eða öllu heldur – að ég lenti í miklum rökræðum við vini og félaga. Hver súpergrúppan var að koma til Íslands og það voru tónleikar í Höllinni, Kaplakrika …
Hás
Besti bloggarinn er skelfilega raddlaus í dag. Viský-röddin sjaldan verið verri. ístæðan er einföld: hljómsveitaræfing. Pönkhljómsveitin Tony Blair blés til æfingar í gær. Besti bloggarinn kann ekki á hljóðfæri og var því skipaður söngvari. Raunar má deila um hvort hugtakið „söngur“ lýsi vel þessum verknaði – öskur væri nær lagi, en þetta er jú pönkhljómsveit. …
Óvæntur liðsauki
Á gær sendi ég inn skeyti á spjallsvæði Framara og velti vöngum um stöðu kvennaboltans innan félagsins. Eitthvað hafði ég heyrt um að fjórði flokkur stúlkna hefði verið að gera góða hluti í fyrra og að nú yrði tekist á við þriðja flokkinn. Ekki leið nema klukkutími þar til ég fékk símtal. Á ljós kom …
Once I had love…
…and it was a gas! Blondie, Heart of Glass Fyrirlesturinn í Borgarskjalasafninu í gær tókst ágætlega að ég held. Óli Njáll var hvergi sjáanlegur, ætti málið honum þó að vera skylt ef horf er til ættartengsla hans við Gasstöðina. Ég bíð enn eftir að hann komi færandi hendi með fullt af heimildum um Gasstöðina úr …
Meira pönk
Fór í gær á harðkjarnatónleika í Tónlistarþróunarmiðstöðinni ásamt Palla og Þór. Verið var að safna fyrir hljóðkerfi TÞM. Og hvílíkt rokk! Sá raunar bara eitt bandið almennilega. Það var Changer, sem eru þeir þéttustu í bransanum. Uppgötvaði alltof seint að núna mega rokkarar mæta með eyrnatappa. Svölustu unglingarnir voru með gula tappa í eyrunum og …