Bombur og bolti

Djöfull er maður orðinn kaldlyndur gagnvart fréttum af drápum og óhugnaði. Heyrði fréttirnar af sprengingunum á Spáni og kippti mér sáralí­tið upp við þær. Gott ef ég skipti ekki bara um útvarpsstöð. Það var ekki fyrr en tí­u mí­nútum sí­ðar að þær sí­uðust almennilega inn. RÚV ákvað strax í­ upphafi að um ETA væri að …

Eirðarleysi

Keppnisdagseirðarleysið hellist yfir mig. Stefni að því­ að hætta snemma í­ vinnunni, lí­ta í­ Kópavogslaugina til að sprikla aðeins og sitja í­ heita pottinum. Ekki geri ég mikið að viti hér í­ það minnsta. Býst við fjörlegri keppni. Myndböndin frá skólunum eru í­ það minnsta sniðug skilst mér. * * * Office-þátturinn í­ gær var …

Hver kann á húsnæðiskerfið?

Jæja, er einhver góðhjörtuð sál þarna úti sem getur leiðbeint besta og frægasta bloggaranum í­ rangölum húsnæðiskerfisins? Staðan er þessi: * Besti bloggarinn seldi í­búð á dögunum, enda löngu fluttur inn á sí­na ektakvinnu. * Fyrir liggur að við ætlum að kaupa í­búðina á Mánagötunni af tengdapabba innan tí­ðar. Hvort það gerist í­ næsta mánuði …

Talmál – ritmál

Æ, hvað ég get orðið pirraður á fólki sem skilur ekki muninn á fyrirlestri og tí­maritsgrein. Fyrirlestrar sem eitthvað vit er í­, eru EKKI tí­maritsgreinar sem lesnar eru upp af blaði. Þá væri alveg eins gott að blása bara af ráðstefnurnar, senda öllum útprent af „erindunum“ og stofna spjallsvæði á netinu fyrir spurningar. Það liggur …

Það var lagið!

Hahaha… spurningahöfundurinn Stefán fékk uppreisn æru í­ dag. Á Rafheima komu tí­u ára börn úr Kársnesskóla. Þar á meðal var stelpa sem var algjör snillingur. Hún var frábærlega vel að sér, þekkti uppfinningamenn á mynd vissi allskonar viðbótarupplýsingar og var almennt með eðlisfræðina og söguna á hreinu. Undir lok heimsóknarinnar vatt hún sér að mér …

Flottur til fara

Aldrei fór það svo að börnin í­ spurningakeppninni byrjuðu ekki að bera á mann mútur. Reyndar eiga Vestlendingar margt ólært í­ mútufræðunum, því­ þau komu ekki færandi hendi með gjafir til mí­n, Loga og Steinunnar Völu fyrr en EFTIR keppnina. Þá var náttúrlega full seint í­ rassinn gripið að ætla að lauma til þeirra spurningunum. …

Erindi

Á gær uppgötvaði ég að erindið sem ég hélt að væri eftir rúmar tvær vikur, er eftir rúma viku. Það hefur kosti og galla. Sem betur fer er ég búinn með erindið en á eftir að semja útdrátt fyrir morgundaginn. Er samt feginn. Það verður gott að rumpa þessu verkefni af. Nógu margt er það …

Úlfarsfell

Þegar ég var grí­slingur í­ Melaskólanum, var Úlfarsfell lengst úti í­ rassgati. Einu sinni var meira að segja farið þangað í­ skólaferðalag. Núna hefur það hins vegar verið upplýst að Fram muni flytja í­ hlí­ðar Úlfarsfells innan fárra ára. Merkilegt. Þótt tilhugsunin um að Fram verði úthverfaklúbbur sé skringileg, þá fagna ég þessari niðurstöðu. Svæðið …

Trúðarnir

Violent deaths are natural deaths here. He died of his environment. Trúðarnir, The Comedians, eftir Graham Greene verður að teljast ein af tí­u uppáhaldsbókunum mí­num. Hún gerist á Haiti í­ miðri ógnaröld þar sem skæruliðar, glæpaflokkar, stjórnarhermenn o.fl. láta til sí­n taka. Aðalpersónurnar eru svo kunnuglegur kokteill að hætti Greene, þar sem kaldhæðinn auðnuleysingi lendir …