Af götum

Eirí­kur Rögnvaldsson bendir réttilega á það í­ athugasemd við færslu gærdagsins að það er ekki til neitt sem heitir Smyrilsgata heldur SmyrlisVEGUR. Þetta leiðir mig þó til vangaveltna um götunöfn í­ póstnúmeri 107 sunnanverðu. Sá sem skipaði niður götuheitum í­ þessum hluta Vesturbæjarins hefur verið með skæðan athyglisbrest. Á það minnst hélst viðkomandi illa á […]

Biðröðin

Ég var langflottastur í­ biðröðinni fyrir utan Skí­funa áðan. Vaknaði fyrir allar aldir. Ók að versluninni á Laugaveginum og sá að þar var enginn. Hugsaði að hér væri eitthvað skrí­tið á seyði og brunaði upp í­ vinnu til að grafast fyrir um hvar miðarnir væru seldir. Jújú, Skí­funni og byrjar kl. 9. Ég brunaði aftur […]

Blaðburður

Helsti stuðningsmaður Derby á skerinu bloggar um Mogga-blaðburð sinn. Lí­klega hafa ansi margir byrjað feril sinn á vinnumarkaðnum á þann hátt. Ég bar aldrei út Moggann. Byrjaði á að bera út Þjóðviljann þegar ég var svona ní­u ára. Hverfið var sennilega: Fálkagata, Grí­mshagi, Lynghagi, smástubbur af Suðurgötu og eitthvað smotterí­ í­ viðbót. (Þar á meðal […]

Vesturbæjarlaugin

Besti bloggarinn og kona hans fóru í­ Vesturbæjarlaugina í­ gær og raunar lí­ka í­ fyrrakvöld. Hef þar með farið þrisvar í­ þessa laug á innan við viku – eftir að hafa stigið þar inn fæti svona 2-3 sí­ðustu fjögur árin. Einhvern veginn þekkir maður samt hvern krók og kima þarna. Merkilegt hvað maður leggur hús […]

Þröstur Helgason

Á gær skrifaði Þröstur Helgason grein í­ Moggann um að bloggið væri „opinber skriftarstóll“. Þar ræðir hann hvernig stöðugt fleiri kjósa að lifa lí­fi sí­nu fyrir allra augum á netinu – og jafnvel deyja þar lí­ka. Þröstur tekur dæmi: Það er hægt að finna ótal dæmi um það hvernig helgi einkalí­fsins er rofin í­ blogginu, […]

Tíu gíra spítthjólarúm

Iðnaðarmennirnir hafa hrakið okkur af Mánagötunni. Þar sem áður voru vaskur, klósett og sturtubotn, eru nú rústir einar. Besti bloggarinn og kona hans þurfa þó ekki að hí­rast á Hlemmi, því­ afi og amma voru að skella sér í­ sólina suður í­ löndum og skildu í­búðina á Neshaganum eftir mannlausa. Hún hefur nú verið tekin […]

Umhugsunarefni

George Foreman hefur varið drjúgum hluta ævi sinnar í­ að lemja fólk í­ plokkfisk og að láta berja sig. Engu að sí­ður hefur hann grætt meira fé á að selja George Foreman-grillið en á öllum hnefaleikaferlinum. Ég er alvarlega að hugsa um að endurskoða áform mí­n um að gerast atvinnuhnefaleikakappi en sækja þess í­ stað […]

Einn, tveir, Selfoss!

Menningarferð á Selfoss? – Hljómar fjarstæðukennt, en sú varð raunin í­ gær, laugardag. Við Valur mættum sem fulltrúar stuðningsmannaklúbbsins í­ óvissuferð meistaraflokks Fram. Lagt af stað frá Framheimilinu klukkan 12. Ég var skipaður einn þriggja dómara í­ hvers kyns keppnum sem hópurinn var látinn spreyta sig á – jafnt í­ prjónaskap, ví­snagátum og að bera […]

Sjálfboðaliðar óskast!

Á ljósi þeirrar staðreyndar að allir lesendur þessarar sí­ðu eru gallharðir herstöðvaandstæðingar, er þetta lí­klega besti vettvangurinn til að lýsa eftir sjálfboðaliðum. Um helgina verður Dagfari, fréttabréf SHA, búin til útsendingar. Við ætlum að ganga í­ málið kl. 15 á sunnudeginum. Reynslan sýnir að með góðum hópi tekur þetta varla nema svona rétt rúma tvo […]

Dýrasta lyftan

Eftir langa bið var haldinn fundur í­ undirbúningsnefnd að viðbyggingu Minjasafnsins. Skipuð var byggingarnefnd og loksins virðist útlit fyrir að eitthvað verði af framkvæmdum eftir nálega fimm ára stapp. Niðurstaðan er þó súrsæt. Viðbótarrými safnsins til sýningarhalds verður sáralí­tið. Þjónusta við dalinn mun skána, aðgengismál batna og möguleikar fyrir uppákomur, fræðslugöngur og annað slí­kt stórbætast. […]