Helvítis Norðmenn

Öllu reyna Norðmenn nú að stela af okkur. – Leifi heppna, Snorra Sturlusyni, Eirí­ki Haukssyni og fisknum í­ Smugunni. Á dauða mí­num átti ég þó von fremur en að þeir reyndu lí­ka að hafa af okkur ódæðin!

Datt niður í­ að lesa um geirfugla á netinu og komst að því­ að þar er mikið efni að finna, þó mikið af því­ sé sama draslið sem menn taka hver upp eftir öðrum. Sem vænta mátti hafa flestir útlendingar alveg á hreinu að sí­ðustu geirfuglarnir hafi verið drepnir í­ Eldey, 3. júní­ 1844, eins og skilmerkilega kemur fram á Náttúrugripasafninu við Hverfisgötu. Sumstaðar skolast dagsetningin þó aðeins til og drápinu hnikað til um 1-2 daga.

Sí­ðasti geirfuglinn á Bretlandseyjum var drepinn á eyjunni St. Kildu 1840. Þegur kemur að því­ að finna upplýsingar um sí­ðasta geirfuglinn í­ Norður-Amerí­ku vandast hins vegar málið. Á ljós kemur að gerifuglar héldust þar lengst við á Funk-eyju (staðsetning hennar sést hér) út af ströndum Nýfundnalands.

Á vefútgáfu Britannicu, segir um geirfuglinn: „last specimens were taken in June 1844 at Funk Island“. Þetta er dularfullt. Er Britannica að slá hér saman Funk-eyju og Íslandi eða er kannski eitthvað málum blandið með að þessir sí­ðustu geirfuglar hafi verið teknir í­ Eldey? – Spyr sá sem ekki veit.

En eins og þessar dylgjur alfræðiorðabókarinnar séu ekki nógu slæmar, þá bí­ta Norðmenn höfuðið af skömminni. Þeir halda því­ nefnilega fram að árið 1848 hafi leiðangur við Vardö siglt fram á nokkra fugla. Gefum einum Nojaranum orðið:

„I 1848 ble den siste Geirfuglen trolig skutt i Vardí¸. Det er ikke vitenskapelig bekreftet at det var nettopp Geirfugl Vardí¸mannen L.O.Brodtkorb skjí¸t, men beskrivelser tyder pí¥ at det var den siste av slekten. Det fortelles ogsí¥ at sammen med den skutte fuglen var noen flere individer som den gang forsvant ut i Barentshavet.“

Það er visst áfall að frétta að Íslendingar hafi ekki verið hinir endanlegu geirfuglsböðlar. En ennþá á eftir að versna í­ því­…

Einhverjir þykjast hafa séð geirfugl á Grænlandi, nánar tiltekið í­ Ingmikertok árið 1890. Og Norðmennirnir bæta um betur:

Senere skal Geirfuglen vært sett flere steder langs Norskekysten, en av de sikreste observasjoner er pí¥ Jæren i 1904. Da hadde maleren og fugleforsker Jacob Sand studert en fugl som lignet pí¥fallende pí¥ „Atlanterhavets pingvin“.

Þetta er hið dularfyllsta mál…