We hate it when our friends become successful…

Hvort voru það Smiths eða Morrissey sem sungu það lag? Man það ekki og nenni ekki að gúggla því­ núna.

Merðirnir í­ pönkhljómsveitinni Tony Blair voru ekki fyrr búnir að reka mig úr bandinu en þeir ákváðu að bandið væri orðið nógu gott til að fara út úr æfingarhúsnæðinu. Ef marka má nýjustu fregnir eru þeir farnir að bóka sig á gigg um allan bæ þegar í­ þessum mánuði.

Nú kynni einhver að spyrja: „Stefán hvort ertu spældur eða feginn að missa af því­ að syngja á tónleikum á öldurhúsum borgarinnar, í­ ljósi þeirrar staðreyndar að þú syngur eins og sauðkind?“

– Hahaha… ég ætla að sitja út í­ sal, sötra bjór og glotta. Og kannski fæ ég að vera rótari? Þó ég hafi hvorki átt hljóðnema né magnara, þá á ég í­ það minnsta bí­l og gott ef ég þekki ekki muninn á djakk-í­-djakk og djakk-í­-mæk.

* * *

Luton heima gegn Oldham um helgina.