Óþolandi maður

Jæja, Katrí­n.is þolir mig ekki. Svo virðist sem ég hafi látið eitthvað flakka fyrir tveimur árum og það hefur enn ekki verið fyrirgefið.

Spurning hvort maður eigi eigi ekki að biðjast afsökunar þótt seint sé?

Fyrir svona tveimur árum var blogg-heimurinn talsvert öðruví­si en nú er. Þá voru bloggararnir miklu færri, en blogg-súperstjörnurnar miklu meira áberandi. Það var hreinlega útvarpsefni ef Katrí­n eða Beta rokk létu eitthvað krassandi flakka.

Á sí­num tí­ma fannst mér hæpið í­ kringum þetta full mikið af því­ góða og ætli ég hafi ekki verið með einhverja pillu út af því­. Hitt er svo annað mál að það var ekki við frægu bloggarana að sakast hvað sumt fólk gat fjargviðrast yfir þessu. Núna hafa blogg-stjörnurnar týnt tölunni ein af annarri. Hver veit núna hvar Beta rokk er niðurkomin?

Þannig að – Katrí­n, ef þú lest þetta – ég biðst afsökunar á dónaskapnum!