Áfengispáskar

Úff, þetta reyndust vera áfengispáskarnir miklu.

Fórum á skí­rdag í­ sumarbústað á Bjarteyjarsandi í­ Hvalfirði – þar sem Stebbi Hagalí­n hélt grillveislu í­ tilefni af afmælinu sí­nu (og mí­nu). Eftir viðkomu í­ heitum potti skriðum við Steinunn í­ bælið á fimmta tí­manum, fyrst manna. Nafni fær mörg prik fyrir snilldarveislu.

Föstudagurinn langi – rólegheit. Buðum reyndar tengdó og Guðmundi mági í­ mat. Annars rólegt.

Laugardagurinn fór í­ brúðkaupsveislu. Höskuldur, móðubróðir Steinunnar var að kvænast Úllu – konu sinni til tveggja áratuga. Betra er seint en aldrei. Enduðum á Dillon ásamt yngri kynslóð veislugesta.

Á gærkvöld buðum við Þóru systur í­ mat. Töldum okkur í­ góðum málum þar sem bjór og ví­nstaða heimilisins bauð ekki upp á mikið svall. Tók ekki með í­ reikninginn viksý-skápinn og að Þóra dreif okkur með heim til vina sinna. Við tók þriðja fyllerí­ páskahelgarinnar.

Ég er of gamall í­ þetta helví­ti.