Indverskt viský

Jahá, þá ætla Indverjar að setja á markað sí­na fyrstu single malt-viský tegund.

Framleiðendurnir halda því­ fram að Bangalore-viskýið bragðist eins og Spayside. Ekki veit ég hvort maður á að trúa því­. Markhópurinn virðist vera indverskir veitingastaðir á Bretlandi. Það er svo sem ekki galið. Sjálfur lét ég blekkjast til að prufa Thai-viský á Ban-thai á dögunum. Það var blend-hroði, sem gerði þó sitt gagn við að ýfa upp bragðlaukana áður en ég skellti mér í­ sterkasta curry-rétt hússins. Stór mistök…

Á fréttinni í­ The Scotsman er getið um önnur viskýframleiðslulönd. Sá listi kepmur nú nokkuð spánskt fyrir sjónir. Kanadabúar eru taldir helstu samkeppnisaðilar Skota í­ viskýinu, en ekki Japanir. Mig langar í­ japanskt viský, en er ekki vitund spenntur fyrir kanadí­sku glundri.

Sjá má að um alla Evrópu eru menn nú að setja upp brugghús. Strákurinn á Suðurlandinu sem þykist ætla að framleiða í­slenskt viský verður þá kannski ekki svo einstakur eftir allt saman. Skringilegt þótti mér þó að sjá Wales talið upp sem nýgræðinga í­ viskýinu. Man ekki betur en að pabbi hafi keypt flösku af slí­ku viskýi um árið. Það var nú þunnur þrettándi.

Fyrir áhugamenn um viský er þessi frétt raunar lí­ka áhugaverð. Þar kemur fram að Glenlivet stefni að því­ að skjótast fram úr Glenfiddich og verða söluhæsta single malt í­ heimi. Veit ekki alveg hvað manni á að finnast um það…