Kostaboð eða köttur í sekk?

Við safnamenn (eða safnmenn eins og fagfélagið vill ví­st að við köllum okkur) höfum undirgengist strangar siðareglur, sem meðal annars banna okkur að selja eða gefa safngripi. Öðru máli gegnir um dót sem ekki hefur verið formlega tekið inn á safnskránna. Því­ drasli má henda eða selja í­ brotajárn.

Nú stend ég í­ tilfærslum í­ geymslum safnsins, með það í­ huga að fá viðbótarrými fyrir Rafheima. Þá þarf eitthvað að ví­kja.

Meðal þess sem ég vil losna við er Encyclopædia Britannica frá árinu 1966 í­ rúmlega 20 bindum. Ef einhver er nógu galinn til að vilja eignast lönguúrelta alfræðiorðabók, sem þess utan má lesa frí­tt á netinu, þá má sá hinn sami skrá sig í­ athugasemdakerfið hér á sí­ðunni og ná í­ allt heila klabbið. – Fyrstir koma, fyrstir fá.

Fái ég engin viðbrögð innan skamms tí­ma fer þetta beint á haugana.