28 dagar

Það eru 28 dagar í­ fyrsta leik Íslandsmótsins, þar sem Fram tekur á móti Ví­kingum. Vonandi á þjóðarleikvanginum, en annars á þeim fúla Valbjarnarvelli.

Er þetta árið? Munum við rí­sa í­ hæstu hæðir? Erum við að tala um Inter-toto; bikarúrslit og Drago-styttuna – eða fer allt á versta veg?

Framherjar eru hvergi deigir. Á gær hittumst við í­ Framheimilinu til að undirbúa verkefni sumarsins. Að því­ loknu var haldið á Players í­ Kópavogi að horfa á fótbolta. Með í­ för var rúmensku þjálfarinn, Jón G. Þetta er greinilega alvörumaður sem ég bind miklar vonir við.

Skelli mér á Fram – Þrótt í­ deildarbikarnum á eftir.

* * *

Gestagangur á Mánagötunni um helgina. Þórey, vinkona Steinunnar gisti ásamt börnum. Þau glömruðu á pí­anóið í­ stofunni – það ætti að lækka rostann í­ nágrönnunum. Jafnframt fundu þau góð not fyrir litla boltann sem Steinunn notar til að nudda á sér iljarnar. Hann er sannarlega harður en dugar vel til knattspyrnuiðkunar á ganginum. Ekki hafði ég áttað mig á því­ fyrr að svona góður sparkvöllur leyndist í­ í­búðinni miðri.

* * *

Barmmerkjagerð í­ kvöld. Við Palli tókum að okkur heljarmikið verkefni fyrir karlahóp Feministafélagsins. 1.500 merki, hvorki meira né minna. – Þetta mun leiða til bakverkja og vöðvabólgu, en hvað gerir maður ekki fyrir strákana…

* * *

Og rétt að lokum – fyrir innréttinganördana sem lesa þessa sí­ðu:

Nú er Steinunn eitthvað að fá í­ magann yfir því­ að mósaí­kflí­sar á baðherbergisgólfið muni þýða endalaus vandræði við þrif. Sjálfur hef ég ekki stóráhyggjur af þessu, enda varla nema um tveggja fermetra flöt að ræða – en hvað segja lesendur?

Eru mósaí­kflí­sar á gólfi til vandræða?
Þekkja menn dæmi um að þetta hafi verið gert og þá með hvaða árangri?

(Ekki að ég búist við miklum svörum. Ég fæ helst aldrei neinar athugasemdir á þessa sí­ðu nema um fánýta hluti.)