Nafngiftir

Einhverju sinni heyrði ég auglýsinga- og kynningarmálagúrúið Gunnar Stein Pálsson lýsa því­ hversu erfitt það hafi verið að koma til fundar með forsvarsmönnum Mjólkursamsölunnar og kynna þeim tillögu sí­na að nýju slagorði. – „Mjólk er góð! – við borguðum þér milljónir og þetta er slagorðið sem þú kemur með! Þrjú orð, er það allt og sumt?“

Mórallinn í­ sögu Gunnars Steins var sá að snilldin gæti legið í­ einfaldleikanum. Nöfnin þyrftu ekki að vera fansí­. Gott og vel – ég skal kaupa þessi rök. Samt er ég ekki alveg að ná snilldinni í­ nýju nafngiftunum í­ höfuðstöðvum Orkuveitunnar.

Á dögunum var efnt til nafnasamkeppni í­ fyrirtækinu. Þar lá fyrir að velja nöfn á báðar álmur aðalbyggingarinnar: vesturálmuna (sem lí­tur út eins og farartæki litlu kvikindanna í­ munkakuflunum í­ Star Wars); austurálmuna; sýningarsal; ráðstefnusal & véla- og vinnuflokkahús sem stendur norðan við höfuðstöðvarnar.

Nú er niðurstaðan fengin. Sýningarsalurinn fékk nafnið „100°“, sem er reyndar sama heiti og skipuleggjandi samkeppninnar hafði stungið upp á „til að gefa tóninn um hvaða nöfnum verið væri að fiska eftir“. En hin nöfnin – eru þau jafn hipp og kúl?

Tja, fyrirlestrarsalurinn fékk nafnið „Fyrirlestrarsalur OR“. Vesturálman fékk heitið „Vesturhús“; austurálman heitir nú „Austurhús“ og vélahúsið nefnist „Norðurhús“.

Öhh…

Með fyllstu virðingu fyrir hugmyndarí­kum vinnufélögum mí­num (sem skí­ra eflaust börnin sí­n Dreng og Stúlku), þá held ég að það hefði ekki verið úr vegi að blæða í­ auglýsingastofu varðandi þessar nafngiftir.

* * *

Luton vann Bristol City um helgina. Of seint – alltof seint. Tí­mabilið má heita búið og við missum nokkuð örugglega af sæti í­ umspili. Sigurinn á Bristol bætir hins vegar stöðu QPR. Það ætti að gleðja Stebba Hagalí­n.

* * *

Góður sigur á Þrótti í­ gær. Þá þurfum við bara að taka Valsara í­ lokaleiknum til að komast í­ fjórðungsúrslitin. Lékum með þriggja manna vörn í­ fyrsta sinn. Hef trú á að það geti komið vel út. – Færeyingarnir skoruðu báðir. Dómarinn dæmdi á okkur ruglví­ti en hafði af okkur tvö frekar en eitt. Þegar við svo loksins fengum ví­taspyrnu var hún varin.

Úr því­ að ígúst Gylfason er ekki lengur til að taka ví­tin myndi ég veðja á Þorvald Makan.

Jamm.