Frægi kallinn

Á gær báðu tveir guttar úr Melaskóla, sem voru í­ heimsókn í­ Rafheimum, mig um eiginhandaráritun. Annar lét þess getið að hann ætti lí­ka eiginhandaráritun Illuga Jökulssonar. Þetta fannst mér krúttlegt.

Á gær ákvað spaugsamur afgreiðslumaður í­ verslun að svara spurningum mí­num með því­ að segja „pass“. Það fannst mér ekkert krúttlegt, bara pirrandi.

* * *

Iðnaðarmaðurinn kom í­ gær. Lætur lí­klega með að byrja á mánudag. Hann bölvaði Byko og Húsasmiðjunni hressilega – einkum ráðgjöfunum á þeim bænum.

Mósaí­kflí­sarnar viku fyrir viðvörunarorðum góðs fólks. Þess í­ stað keyptum við stórar og vænar flí­sar í­ ílfaborg. – Djöfull er leiðinlegt að standa í­ þessu helví­ti. Og ekki skánar það um helgina þegar byrja þarf að rí­fa niður innréttinguna á baðinu.

* * *

Barmmerkjagerðin fyrir Femí­nistadrengina gengur vel. Þúsund merki tilbúin og þá eigum við Palli bara eftir að þrykkja út fimmhundruð í­ viðbót. Nú væri gaman að vera með Sýn. Þá hefði maður getað horft á Evrópuleikinn í­ kvöld og skorið til nokkur merki á sama tí­ma…

Annars er Luton lí­ka að spila í­ kvöld. Með sigri gætum við farið langt með að tryggja okkur sjöunda sætið í­ deildinni, en það er ekki nóg – það er því­ miður sjötta sætið sem allt snýst um.

* * *

Sí­ðustu daga hef ég verið að spila New Order öllum stundum. Skrí­tið þegar maður dettur skyndilega oní­ diska úr plötusafninu sem hafa nánast aldrei verið hreyfðir.

New Order var skemmtilegt band og þeir spöruðu svo sannarlega ekki svuntuþeysinn.