Endurminningar múmínpabba

Lestur norsku kvöldsögunnar um ævintýri múmí­npabba gengur vel.

Bókin, sem illu heilli hefur ekki komið út á í­slensku, byggist að mestu upp á endurminningum múmí­npabba, en eins og lesendur bókaflokksins þekkja er æði oft ví­sað til ritunar þeirra í­ hinum bókunum. Loksins virðist losna um ritstí­fluna og múmí­npabbi er sannfærður um að bókin muni gera hann að milljónamæringi.

Sú mynd sem flestir Íslendingar hafa af múmí­nálfabókunum er villandi, þar sem lengi vel höfðu einungis fimm af bókunum átta komið út (nokkrar mynda- og teiknimyndabækur til viðbótar tilheyra þó sögunni). Þær sem upp á vantaði voru Minningar múmí­npabba, Seint í­ nóvember og Ósýnilega barnið – sem raunar kom út fyrir nokkrum árum á í­slensku en vakti ekki mikla athygli.

Seint í­ nóvember og Ósýnilega barnið eiga það sameiginlegt að fjalla nánast ekkert um múmí­nfjölskylduna. Þær beina athyglinni að öðrum persónum, s.s. Fí­lifjonkum og Hemúlum.

Af þessum fimm bókum sem fyrstar komu út hérlendis, eru allar með múmí­nsnáðann í­ aðalhlutverki – þótt segja megi að múmí­npabbi sé hin eiginlega aðalpersóna í­ Eyjunni hans múmí­npabba. Það er raunar svalasta bókin í­ serí­unni. Vitavörðurinn og Hattí­fattarnir rokka!

Á Minningum múmí­npabba er kastljósinu beint að honum og aðrar persónur eru í­ algjörum aukahlutverkum. Munaðarleysinginn múmí­npabbi fer út í­ heiminn og eignast tvo vini – sem raunar reynast vera feður Snúðs og Snabba, sem sí­ðar verða vinir múmí­nsnáðans.

Múmí­npabbi er dramblátur og kemst upp með það. Tove Jansson prédikar aldrei yfir lesendum sí­num. Persónur í­ bókum hennar eru margar hverjar ní­skar, eigingjarnar, frekar, tillitslausar og svo mætti lengi telja – engin krafa kemur hins vegar fram um makleg málagjöld. Þeim hegnist ekki fyrir bresti sí­na, þvert á móti í­ sumum tilvikum.

Og ekkert er verra en vandlætingar og siðapostular. Fí­lifjonkan/hemúllinn sem skammar Snúð fyrir að reykja og drekka kaffi fær á baukinn – og múmí­nmamma útskýrir fyrir Snabba að það sé allt í­ lagi þótt múmí­npabbi reyki vindla og blæs á áróður reykingarandstæðinga.

Myndi einhver barnabókahöfundur gera þetta í­ dag?