Dýrasta lyftan

Eftir langa bið var haldinn fundur í­ undirbúningsnefnd að viðbyggingu Minjasafnsins. Skipuð var byggingarnefnd og loksins virðist útlit fyrir að eitthvað verði af framkvæmdum eftir nálega fimm ára stapp.

Niðurstaðan er þó súrsæt. Viðbótarrými safnsins til sýningarhalds verður sáralí­tið. Þjónusta við dalinn mun skána, aðgengismál batna og möguleikar fyrir uppákomur, fræðslugöngur og annað slí­kt stórbætast. En sem fyrr segir – engin marktæk stækkun og erfitt að sjá að rekstrargrundvöllurinn styrkist mikið.

Súrast verður að sjá mokað upp úr mýrinni, til þess eins að fylla grunninn aftur af grús í­ stað þess að gera ráð fyrir kjallaraplássi – jafnvel þótt það væri ekki nýtt strax. Menn munu sjá á eftir þessari skammsýni, en svona er það bara.

Góðu fréttirnar eru hins vegar að ég fékk vilyrði fyrir geymsluplássi og grænt ljós á að byrja lágmarksframkvæmdir í­ hliðarsal Rafheima. Þar vil ég koma upp náttúrufræðirannsóknaraðstöðu með steinasafni, pöddum í­ formalí­ni og ví­ðsjám. Með tí­ð og tí­ma yrði sú aðstaða svo innréttuð eftir óskum og þörfum nátturufræðikennara.

Jamm.