Sjálfboðaliðar óskast!

Á ljósi þeirrar staðreyndar að allir lesendur þessarar sí­ðu eru gallharðir herstöðvaandstæðingar, er þetta lí­klega besti vettvangurinn til að lýsa eftir sjálfboðaliðum.

Um helgina verður Dagfari, fréttabréf SHA, búin til útsendingar. Við ætlum að ganga í­ málið kl. 15 á sunnudeginum.

Reynslan sýnir að með góðum hópi tekur þetta varla nema svona rétt rúma tvo klukkutí­ma. – Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að fá innsýn í­ launhelgar herstöðvaandstöðunnar á Íslandi!

Jamm.