Á ljósi þeirrar staðreyndar að allir lesendur þessarar síðu eru gallharðir herstöðvaandstæðingar, er þetta líklega besti vettvangurinn til að lýsa eftir sjálfboðaliðum.
Um helgina verður Dagfari, fréttabréf SHA, búin til útsendingar. Við ætlum að ganga í málið kl. 15 á sunnudeginum.
Reynslan sýnir að með góðum hópi tekur þetta varla nema svona rétt rúma tvo klukkutíma. – Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að fá innsýn í launhelgar herstöðvaandstöðunnar á Íslandi!
Jamm.