Einn, tveir, Selfoss!

Menningarferð á Selfoss? – Hljómar fjarstæðukennt, en sú varð raunin í­ gær, laugardag.

Við Valur mættum sem fulltrúar stuðningsmannaklúbbsins í­ óvissuferð meistaraflokks Fram. Lagt af stað frá Framheimilinu klukkan 12. Ég var skipaður einn þriggja dómara í­ hvers kyns keppnum sem hópurinn var látinn spreyta sig á – jafnt í­ prjónaskap, ví­snagátum og að bera kennsl á leynigest, svo eitthvað sé nefnt.

Stoppað á Selfossi og glænýr sportbar Flóamanna heimsóttur. Horft á fúlan leik milli Júnæted og Liverpúl. Luton tapaði á sama tí­ma. Það er allt í­ skralli á Kenilworth Road – eða öllu heldur virðist áhuginn hafa rokið út í­ veður og vind þegar ljóst var að sjötta sætið næðist ekki.

ítum á austurlenskum veitingastað í­ bænum. Fí­nn matur. Því­ næst var brunað í­ bæinn og stefnan tekin á partý um kvöldið. Við Valur vorum nógu klókir til að stramma okkur af með því­ að fara í­ Vesturbæjarlaugina og éta almennilega. Annars hefði getað farið illa.

Partýið var í­ Háulind í­ Kópavogi, sem er í­ hverfi sem ég vissi ekki að væri til. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Hver vill búa svona úti í­ rassgati? Af hverju ekki bara að flytja til Hveragerðis eða Grindaví­kur úr því­ að menn eru að þessu á annað borð?

Raunar stoppuðum við ekki lengi þarna upp frá. Létum Steinunni sækja okkur rétt um miðnætti. Uppgötvun kvöldsins var þó að komast að því­ að Baldur Bjarnason var ekki Fylkismaður upphaflega. Hann var írmenningur.

Man ekki eftir mörgum þekktum fótboltamönnum sem komu úr írmanni. Minnir þó að Atli Eðvaldsson hafi byrjað feril sinn þar. Muna glöggir lesendur eftir einhverjum öðrum?