Tíu gíra spítthjólarúm

Iðnaðarmennirnir hafa hrakið okkur af Mánagötunni. Þar sem áður voru vaskur, klósett og sturtubotn, eru nú rústir einar. Besti bloggarinn og kona hans þurfa þó ekki að hí­rast á Hlemmi, því­ afi og amma voru að skella sér í­ sólina suður í­ löndum og skildu í­búðina á Neshaganum eftir mannlausa. Hún hefur nú verið tekin traustataki.

Á Neshaganum er mikið tryllitæki sem gefur sig út fyrir að vera rúm. Því­ fylgir fjarstýring þar sem hægt er að lyfta höfðalaginu, fótalaginu og miðjunni. Það er auðveldlega hægt að tapa sér í­ þessum fí­dusum. Sjónvarp í­ svefnherberginu eykur lí­ka á hótelstemninguna.

Eins þeir sem komið hafa í­ heimsókn til afa og ömmu vita, þá fer heil borhola af Reykjahlí­ðarsvæðinu í­ að kynda í­búðina þeirra. Það er nánast eins og að ganga inn í­ gróðurhús að koma þangað inn. Fyrsta verk var því­ að skrúfa fyrir ofna og opna glugga upp á gátt. – Þannig að skyndilega þrýstingsaukningin í­ veitukerfi Orkuveitunnar og einnar gráðu hitaaukningin á höfuðborgarsvæðinu er okkur að kenna…

* * *

Á gær barst póstsending – bækur frá Amazon. Reyndar var bókapakkinn heldur seint á ferðinni, því­ um var að ræða þrjár bækur um St. Kildu. Sá er galli á gjöf Njarðar að ritgerðinni sem Steinunn er að skrifa um St. Kildu á að skila annað kvöld. Þessar bækur koma því­ vart að gagni úr því­ sem komið er.

Annars er fí­nt að eignast meira efni um St. Kildu, það heillandi samfélag. Ég rambaði á bók um eyjuna eftir blaðamann að nafni Tom Steel þegar ég heimsótti kastala jarlsins á Skye – sem einmitt átti St. Kildu um lengri tí­ma.

Þessari bók hef ég mikið reynt að halda að vinum og kunningjum og undantekningarlaust heillast þeir sem lesa hana af þessu einangraða samfélagi í­ Atlantshafinu og sögu þess. Kannski blogga ég meira um St. Kildu við tækifæri.

Annars vakti það athygli mí­na hversu óhikað sumir höfundar eru til í­ að slá því­ föstu að Guðmundur góði byskup (jamm, svona skrifa ví­st miðaldasögutöffararnir orðið) hafi sótt St. Kildu heim.

Um er ví­st að ræða klausu þar sem segir að Gvendur hafi lent í­ hafvillum á leið sinni til ví­gslu í­ Noregi og endað á eyju sem nefnist Hirtir og sem giskað hefur verið á að sé Hirta, aðaleyja St. Kildu eyjaklasans. Þar hafi byskup meðal annars fregnað lát Sverris konungs.

Eru ekki einhverjir miðaldafræðingar sem lesa þetta blogg? Sverrir, er þetta trúverðugt?