Þröstur Helgason

Á gær skrifaði Þröstur Helgason grein í­ Moggann um að bloggið væri „opinber skriftarstóll“. Þar ræðir hann hvernig stöðugt fleiri kjósa að lifa lí­fi sí­nu fyrir allra augum á netinu – og jafnvel deyja þar lí­ka.

Þröstur tekur dæmi:

Það er hægt að finna ótal dæmi um það hvernig helgi einkalí­fsins er rofin í­ blogginu, hvernig við hleypum hvert öðru inn á gafl, jafnvel á úrslitastundu í­ lí­fi okkar. Ungur maður að nafni Andrew Hales framdi sjálfsví­g kl. 12 á miðnætti 23. febrúar sí­ðastliðinn með því­ að skera sig á púls með Stanley-hní­fi (http://www.geocities.com/my_life_that_never_was/the_suicide.html). Hann var 24 ára. Á bloggsí­ðu sinni birti hann sjálfsví­gsbréf þennan dag þar sem hann rakti ástæður þess að hann svipti sig lí­fi. Hann sagðist hafa langað til að taka eigið lí­f allt frá því­ hann var þriggja ára. ístæðuna segir hann vera einfaldlega þá að hann hafi ekki skilið neitt í­ þessu tilgangslausa lí­fi. Hann lýsir aðdraganda sjálfsví­gsins, þunglyndi sí­nu, sí­felldum sjálfsví­gshugsunum, afskiptaleysi foreldra og annarra í­ nánasta umhverfi, „enginn mun staldra við, enginn veit hvernig mér lí­ður,“ segir hann og sendir þeim sem munu eiga um sárt að binda samúðarkveðjur. Á sí­ðunni birtir hann myndir af sér og bréf til unnustu sinnar sem hann segir hafa verið einu ástæðuna fyrir því­ að hann dró verknaðinn svo lengi.

Andrew Hales er aðeins ein rödd af ótal mörgum á Netinu. Þetta er sjálfsagt fyrsta sjálfsví­gsbréfið sem margir lesa á ævinni. Á sjálfu sér vitum við ekki hvort það er raunverulegt, hvort Andrew Hales var yfirleitt til, og ef hann var til hvort hann framdi þá sjálfsví­g. En ef hann gerði það – og við höfum í­ sjálfu sér enga ástæðu til að draga það í­ efa – þá er þetta mjög sláandi dæmi um það hvernig mörkin milli einkalí­fs og opinbers lí­fs hafa máðst burt; það er engu lí­kara en lyklaborðið sé hamrað með taugaendunum.

Þessa sögu ættu dyggir lesendur þessarar sí­ðu að kannast við. Andrew Hales þessi (ef við gefum okkur að hann sé til) setti nefnilega tengil á sí­ðuna sí­na á spjallborð Luton-stuðningsmanna. Á kjölfarið helltust inn á hana bréf frá fólki sem hvatti hann til að leita sér aðstoðar og mikið var reynt til að hafa upp á heimilisfangi drengsins og tilkynna það lögreglu. Um þetta bloggaði ég þann 24. febrúar.

Nú veit ég ekki hvort Þröstur Helgason hefur lesið þessa færslu mí­na eða hvort hann rambaði á frásögnina eftir öðrum leiðum. Lí­klega hefur hann þó fengið hana annars staðar frá, því­ eins og upplýstist hér á sí­num tí­ma, þá var sjálfsmorði Hales afstýrt. Unnustan sem ávörpuð er á sí­ðunni, skrifaði þakkarskeyti á spjallsvæði okkar Luton-manna og tilkynnti að drengurinn væri kominn undir læknishendur. Á 2-3 daga þar á eftir veltu Luton-aðdáendur því­ fyrir sér hvort Andrew Hales hefði raunverulega verið til, en svo tók við alvara lí­fsins – heimaleikur gegn Stockport eða eitthvað álí­ka.

Hvað sem því­ lí­ður – og hvort sem Andrew Hales var raunverulegur eða ekki – þá þykir mér leiðinlegt að sjá Þröst Helgason telja hann dauðann. Fregnir af andláti Hales eru stórlega ýktar.