Blaðburður

Helsti stuðningsmaður Derby á skerinu bloggar um Mogga-blaðburð sinn. Lí­klega hafa ansi margir byrjað feril sinn á vinnumarkaðnum á þann hátt.

Ég bar aldrei út Moggann. Byrjaði á að bera út Þjóðviljann þegar ég var svona ní­u ára. Hverfið var sennilega: Fálkagata, Grí­mshagi, Lynghagi, smástubbur af Suðurgötu og eitthvað smotterí­ í­ viðbót. (Þar á meðal væntanlega Smyrilsgata og Lóugata sem hvorug var merkt og þess vegna vissi enginn að þær hétu þessum nöfnum.)

Man að ég byrjaði í­ lok mánaðar og var svo heppinn að fá að rukka fyrir fyrri mánuð. Það þóttu sérstök frí­ðindi, enda drjúgur hluti launa blaðbera þóknunin fyrir innheimtustörfin.

Hluta tí­mans sem ég stóð í­ þessu var Þorsteinn Daví­ðsson, nú aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í­ að bera út Moggann. Hverfin okkar féllu að einhverju leyti saman og við fylgdumst oft að meðan á því­ stóð. Þar hallaði nokkuð á mig, enda fór Mogginn í­ nánast hverja lúgu en öllu lengra á milli Þjóðviljaáskrifenda. Eflaust höfum við hlaupið undir bagga hvor með öðrum við stöku hús, þannig að strangt til tekið má örugglega segja að ég hafi borið út Moggann og Þorsteinn Þjóðviljann.

Sí­ðar flutti ég í­ Frostaskjólið og fékk nýtt hverfi: hluta Nesvegar, Meistaravelli og Kaplaskjólsveg. Hvort hluti Reynimels fylgdi ekki með í­ pakkanum og hugsanlega eitthvað aðeins meira.

Þá voru Þjóðviljinn, Tí­minn og Alþýðublaðið komin í­ samkrull. Þjóðviljinn var langstærstur en allnokkrir keyptu Tí­mann. Held að ég hafi borið út fjögur Alþýðublöð á þessum árum – öll til fólks sem fékk áskriftina frí­tt (þingmenn, borgarfulltrúar o.s.frv.) Alþýðublaðinu fylgdu ekki aukablöð svo maður reyndi að lesa það á leiðinni (sem var ekki heiglum hent því­ það var pakkað inn í­ umbúðapappí­r, sem ég þurfti að losa utan af og vefja aftur utanum eftir lestur án þess að tekið væri eftir. Reyndar var Alþýðublaðið á þessum árum leiðinlegasta blað í­ heimi.

Ekki komu aukablöðin með Tí­manum og Þjóðviljanum að miklum notum, því­ aldrei varð ég mér út um aukaáskrifendur. Hefði reyndar glaður selt Tí­mann, en fundist rangt að hlunnfara Þjóðviljann. – Að reyna að selja þessi blöð með því­ að skunda niður á Lækjartorg var merki um mikilmennskubrjálæði. Eitt sinn hóf Þjóðviljinn þó útgáfu á nýju helgarblaði. Gott ef það hét ekki hreinlega Nýtt helgarblað. Vorum við blaðberarnir óspart hvattir til að reyna að selja það í­ miðbænum, enda myndi það renna út eins og heitar lummur. Aðra eins sneypuför hef ég sjaldan farið og laugardaginn sem ég reyndi að góla Ný-ý-hýtt helgarblað… í­ kapp við Óla blaðasala.

Jamm.