Af götum

Eirí­kur Rögnvaldsson bendir réttilega á það í­ athugasemd við færslu gærdagsins að það er ekki til neitt sem heitir Smyrilsgata heldur SmyrlisVEGUR. Þetta leiðir mig þó til vangaveltna um götunöfn í­ póstnúmeri 107 sunnanverðu.

Sá sem skipaði niður götuheitum í­ þessum hluta Vesturbæjarins hefur verið með skæðan athyglisbrest. Á það minnst hélst viðkomandi illa á þemum.

* Á miðju Grí­mstaðaholtinu er Grí­mshagi, sem heitir svo eftir holtinu. Látum það gott heita.

* Norðan Grí­mshaga tekur svo við fuglaþema. Þar má finna: fálka, smyril, örn og þröst (spot the odd bird out). – Ekki eru þarna fleiri fuglar. Hvaða sauður getur ekki talið upp fleiri fugla?

* Sunnan Grí­mshaga eru Lynghagi og Starhagi. Ókey, lyng og starir er svo sem allt í­ lagi og kallast á við Kvisthaga. Allt svona „garðræktar-eitthvað“ og hefur lí­ka ví­sun í­ alla trjá-melina norðar í­ hverfinu. (Birki, ví­ðir, reynir, einir, greni, fura, ösp og birki.) Miðað við mel hljómar þetta reyndar helví­ti ´skógivaxið…

* Milli viðardeildarinnar og fuglarí­kisins dúkka hins vegar upp stórskrí­tin götuheiti. Kvisthagi, Fornhagi, Dunhagi og Hjarðarhagi heita allir eftir sveitabæjum á Norðurlandi. (Af hverju í­ andsk…?)

* Og til að kóróna vitleysuna er Tómasarhaga plantað niður á miðju svæðinu og það í­ höfuðið á einhverjum grasbala við rætur Hofsjökuls!!!

En nú mætti einhver góður maður svara áleitinni spurningu minni. Hvers vegna í­ fjandanum heitir Eggertsgata þessu nafni?