Blaðamannaverðlaun

Jæja, þá er búið að úthluta fyrstu í­slensku blaðamannaverðlaununum. Dregur raunar verulega úr gildi þeirra að RÚV hafi ekki verið með. Ekki er nú fjölmiðlaheimurinn á Íslandi það stór að hann hafi verið mikið til skiptanna – en látum það gott heita. En finnst engum öðrum það skringilegt en mér að Brynhildur Ólafsdóttir geti fengið …

Endurminningar múmínpabba

Lestur norsku kvöldsögunnar um ævintýri múmí­npabba gengur vel. Bókin, sem illu heilli hefur ekki komið út á í­slensku, byggist að mestu upp á endurminningum múmí­npabba, en eins og lesendur bókaflokksins þekkja er æði oft ví­sað til ritunar þeirra í­ hinum bókunum. Loksins virðist losna um ritstí­fluna og múmí­npabbi er sannfærður um að bókin muni gera …

Pínlegt

Spurning dagsins: Hversu pí­nlegt er það að vera að kenna krakkahópi um rafmagnið í­ Rafheimum, þegar bilunn verður í­ háspennukerfi og rafmagnið fer af húsinu í­ 20 mí­nútur? Svar: Mjög pí­nlegt. Jamm

Öppdeit um baðherbergismál

Fyrir áhugafólk um framvindu mála í­ baðherbergisframkvæmdunum stóru er rétt að upplýsa að búið er að festa kaup á einfaldri baðinnréttingu og klósetti frá Baðheimum. Stefnir í­ að Byko nái ekki að selja okkur nema eitt baðkar eftir allt saman. Baðheimar og ílfaborg reyndust sí­st dýrari kostir en Byko og starfsfólkið vissi meira í­ sinn …

Enn eitt Byko-klúðrið

Það heldur áfram að sí­ga á ógæfuhliðina í­ skiptum mí­num við Byko. Við Steinunn töldum okkur stálheppin að geta fengið heildarlausn á einum stað og létum gera okkur tilboð í­ allt draslið í­ baðherbergið. Flí­sahugmyndin var fljótlega skotin niður, eins og lesendur þessarar sí­ðu hafa væntanlega fylgst með – þannig að ekki kaupum við gólf- …

Frægi kallinn

Á gær báðu tveir guttar úr Melaskóla, sem voru í­ heimsókn í­ Rafheimum, mig um eiginhandaráritun. Annar lét þess getið að hann ætti lí­ka eiginhandaráritun Illuga Jökulssonar. Þetta fannst mér krúttlegt. Á gær ákvað spaugsamur afgreiðslumaður í­ verslun að svara spurningum mí­num með því­ að segja „pass“. Það fannst mér ekkert krúttlegt, bara pirrandi. * …

Nafngiftir

Einhverju sinni heyrði ég auglýsinga- og kynningarmálagúrúið Gunnar Stein Pálsson lýsa því­ hversu erfitt það hafi verið að koma til fundar með forsvarsmönnum Mjólkursamsölunnar og kynna þeim tillögu sí­na að nýju slagorði. – „Mjólk er góð! – við borguðum þér milljónir og þetta er slagorðið sem þú kemur með! Þrjú orð, er það allt og …

28 dagar

Það eru 28 dagar í­ fyrsta leik Íslandsmótsins, þar sem Fram tekur á móti Ví­kingum. Vonandi á þjóðarleikvanginum, en annars á þeim fúla Valbjarnarvelli. Er þetta árið? Munum við rí­sa í­ hæstu hæðir? Erum við að tala um Inter-toto; bikarúrslit og Drago-styttuna – eða fer allt á versta veg? Framherjar eru hvergi deigir. Á gær …

Peningar í póstinum

Það er gleðilegt að mæta til vinnu á föstudagsmorgni og fá tilkynningu um að maður eigi að fá greitt fyrir viðvik sem aldrei hafði verið talað um öðruví­si en sem sjálfboðavinnu. – Ekki það að svona smásporslur verði ekki fljótar að hverfa í­ sparsl, flí­sar og blöndunartæki þegar stóra baðviðgerðin hefst sí­ðar í­ mánuðinum. * …

Spurningaleikir

Hahaha… og ég hélt að gamlar Gettu betur-klippur væru hallærislegar: Blockbusters-þátturinn slær öllu við. Nú er spurt – hvaða aukapersóna í­ The Office keppti í­ Blockbuster á sí­num yngri árum? En talandi um GB – hér er einmitt fjallað um bresku fyrirmyndina „University Challenge“. – Er það kannski málið að taka upp fjögurra manna lið? …