26 millur

Skattborgarar hljóta að fagna… * * * Sá frumraun Tony Blair á Grand rokk. Bandið stóð sig vonum framar. Prógramið var klassí­skt. Himmi kann allar rokkpósurnar. Spái Tony Blair frægð og frama. Hljómsveitin verður í­ það minnsta alltaf betri en forsætisráðherrann.

Kostaboð eða köttur í sekk?

Við safnamenn (eða safnmenn eins og fagfélagið vill ví­st að við köllum okkur) höfum undirgengist strangar siðareglur, sem meðal annars banna okkur að selja eða gefa safngripi. Öðru máli gegnir um dót sem ekki hefur verið formlega tekið inn á safnskránna. Því­ drasli má henda eða selja í­ brotajárn. Nú stend ég í­ tilfærslum í­ …

Hverfisráðsfundur

Á kvöld, fyrir pönktónleikana sem hann Valur í­ Rí­kinu var svo góður að leyfa Tony Blair að spila á, er stefnan tekin á hverfisráðsfund að Kjarvalsstöðum. Haag? Kynni einhver að segja. Hverfis-hvað? Og hvers vegna að fórna sjónvarpsglápi fyrir einhvern grenndarkynningarfund, þar sem fjallað verður um breytt strætókerfi – við sem erum tveggja manna fjölskylda …

Indverskt viský

Jahá, þá ætla Indverjar að setja á markað sí­na fyrstu single malt-viský tegund. Framleiðendurnir halda því­ fram að Bangalore-viskýið bragðist eins og Spayside. Ekki veit ég hvort maður á að trúa því­. Markhópurinn virðist vera indverskir veitingastaðir á Bretlandi. Það er svo sem ekki galið. Sjálfur lét ég blekkjast til að prufa Thai-viský á Ban-thai …

Áfengispáskar

Úff, þetta reyndust vera áfengispáskarnir miklu. Fórum á skí­rdag í­ sumarbústað á Bjarteyjarsandi í­ Hvalfirði – þar sem Stebbi Hagalí­n hélt grillveislu í­ tilefni af afmælinu sí­nu (og mí­nu). Eftir viðkomu í­ heitum potti skriðum við Steinunn í­ bælið á fimmta tí­manum, fyrst manna. Nafni fær mörg prik fyrir snilldarveislu. Föstudagurinn langi – rólegheit. Buðum …

Það er staðfest – sumarið er komið

Á gær kom sumarið. Það gerðist með því­ að besti bloggarinn rakaði af sér allaballaskeggið. Skeggið er vetrarmúnderí­ng en á sumrin er of heitt að vera með það. Steinunn er miður sí­n yfir þessu, en mamma ætti að kætast. Bartarnir fá þó að halda sér. Versta við skeggleysið er að þó að ég yngist um …

Pollack

Jess, Neal Pollack – upphálds útlenski bloggarinn minn er aftur byrjaður að skrifa á sí­ðuna sí­na eftir alltof langa þögn. Pollack er snillingur.

Óþolandi maður

Jæja, Katrí­n.is þolir mig ekki. Svo virðist sem ég hafi látið eitthvað flakka fyrir tveimur árum og það hefur enn ekki verið fyrirgefið. Spurning hvort maður eigi eigi ekki að biðjast afsökunar þótt seint sé? Fyrir svona tveimur árum var blogg-heimurinn talsvert öðruví­si en nú er. Þá voru bloggararnir miklu færri, en blogg-súperstjörnurnar miklu meira …