Barinn á mánudegi

Úff, það er ekki gott að elda mánudagskjötbúðinginn rallhálfur. Sú varð samt raunin í­ gær. Hitti Borgarholtsliðið ásamt þjálfurum á Dillon klukkan fimm. Keppendurnir voru nú reyndar einkum í­ kaffinu, en þjálfararnir skáluðu í­ bjór. Skiptumst á raupsögum, sem var gaman enda Borghyltingar hinir ljúfustu drengir. Maður hefði kannski haldið að þeir væru komnir með …

Þjóðhverfa dagsins

Og verðlaunin fyrir þjóðhverfustu frétt dagsins fær… …netútgáfa Moggans fyrir þessa frétt: Þekking á sögu Íslands reyndist bandarí­skum pilt happadrjúg Þekking á sögu Íslands kom sér vel fyrir 14 ára bandarí­skan skólapilt því­ hún varð til þess að hann vann landafræðikeppni Georgí­urí­kis í­ Bandarí­kjunum. Robert Nuttall frá borginni Decatur vann keppnina er hann vissi svarið …

Versló – Borgó

Jæja, þá er GB keppnistí­mabilið á enda. Held að fáir hafi fyrirfram átt von á því­ að keppnin myndi þróast með þessum hætti. Fjögur lið voru öll nægilega sterk til að vinna: Verslunarskólinn, Borgarholt, MR og MH. Þetta segi ég með fyllstu virðingu fyrir öðrum keppnisliðum. – Það er mjög óvenjulegt að svo margir sigurvegarar …

We hate it when our friends become successful…

Hvort voru það Smiths eða Morrissey sem sungu það lag? Man það ekki og nenni ekki að gúggla því­ núna. Merðirnir í­ pönkhljómsveitinni Tony Blair voru ekki fyrr búnir að reka mig úr bandinu en þeir ákváðu að bandið væri orðið nógu gott til að fara út úr æfingarhúsnæðinu. Ef marka má nýjustu fregnir eru …

Törn

Nú er törn. Fimmtudagur: Ammæli hjá Svenna á Hjónagörðunum. Ætli ég hitti ekki Gneistann og Eygló þar? Föstudagur: Úrslitaleikur GB. Er farinn að verða verulega spenntur. Held reyndar að þetta verði besta keppnin mí­n í­ ár. 1-2 spurningar sem ég er ekki alveg nógu ánægður með, en það er miklu betra hlutfall en verið hefur. …