Hér verður ekkert skrifað til 14. júní. Reynið að þrauka. Á forföllum besta og frægasta bloggarans, tekur næstbesti og næstfrægasti bloggarinn við djobbinu. Þeir sem þurfa að láta opna verslunarmiðstöðvar, heilsa erlendum þjóðhöfðingjum, planta trjám eða mæta í gáfulega útvarpsþætti er bent á Þórdísi í minn stað. Jamm.
Monthly Archives: maí 2004
Sæfífillinn
Ók fram hjá sæfíflinum, eða hvað svo sem þessi ófögnuður á að fyrirstilla. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um foxljóta NATO-„listaverkið“ sem búið er að setja upp við Hótel Sögu. – Ljótasta höggmynd Reykjavíkur er fundin. * * * Á morgun henti ég rusli frá safninu. Fullum sendiferðabíl. Þar á meðal voru gifsplötur …
Pixies
I’ve kissed mermaids, rode the el nino walked the sand with the crustaceans could find my way to mariana on a wave of mutilation … Var eins og krakki í dótabúð á Pixies-tónleikunum. Hæstánægður með þetta allt saman. Höfðum vit á að mæta snemma og fengum góðan stað. Frank Black er feitari en nokkru sinni …
Stopult
Þau verða stopul og stuttaraleg bloggin hjá mér fram að Skotlandsreisunni stóru. Ég ætla svo ekki að hreyfa við þessari síðu meðan á ferðalaginu stendur. Stefni meira að segja að því að halda mig að mestu frá öllu netsambandi – þó ekki væri nema til að minna mig á að heimurinn ferst ekki þó ég …
Gula ógeðið
Ojjbarasta, gula ógeðið skín inn um gluggann. Hér er alltof heitt. Hérna vantar meira vatn. Mætti ég þá heldur biðja um almennilegt rigningarsumar á skerinu. Sem betur fer styttist í Skotlandsför. Þar rignir alltaf.
Gláp
Helgin var tekin í vídeó- og sjónvarpsgláp. Kannski ekki um annað að ræða, enda stutt í utanförina miklu og Steinunn á að heita að vera að semja ritgerð. Myndirnar í sjónvarpinu voru þunnur þrettándi. Sú af vídeóleigunni hins vegar ekki. Tókum In the Cut, hasarmynd sem Hilmar Örn gerði tónlistina við. Ef ekki væri fyrir …
Skil
Jæja, þar með er veturinn endanlega búinn og sumarið byrjað. Á miðvikudagskvöldið héldum við í SHA sumarskemmtun, sem tókst þrælvel. Þar með telst starfsárinu lokið. Fram á haust munu mín félagsstörf því nánast einvörðungu snúast um fótbolta. Og talandi um fótbolta – við Valur skelltum okkur til Eyja í gær. Sáum Framara ná jafntefli gegn …
Múmínálfarnir – upphafið
Kvöldsagan á Mánagötunni er smásaga eftir Tove Jansson um múmínálfana, úr safnriti á norsku þar sem birtar eru saman smásögur, kvæði, mataruppskriftir og myndir úr ýmsum múmínálfabókum og af öðrum vettvangi. Hér er nánar tiltekið um að ræða fyrstu söguna um múmínálfana, en síðar áttu persónurnar eftir að taka verulegum breytingum í meðförum höfundarins bæði …
Færeyjar-Ísland 1930
Sem kunnugt er, telst fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu hafa farið fram 1946. Fyrir þann tíma kepptu úrvalslið við erlendar áhafnir og jafnvel keppnislið, en sannarlega var ekki talið um eiginlega landsleiki að ræða. Á 12. manninum, stuðningsmannasíðu færeyska landsliðsins, er birtur listi yfir landsleiki Færeyinga frá upphafi. Athyglisvert er að bera hann saman við …
Hógværð
Nei Björn, ég ætla ekki að monta mig yfir sigri Framara í gær. En óskaplega er það mikill munur að vinna stundum leiki… * * * Um daginn bloggaði ég um skosku deildina – hvort Partick Thistle myndi halda sæti sínu í úrvalsdeildinni þrátt fyrir að lenda í botnsætinu. Spurningin var hvort Clyde myndi tryggja …