Bless

Hér verður ekkert skrifað til 14. júní­. Reynið að þrauka. Á forföllum besta og frægasta bloggarans, tekur næstbesti og næstfrægasti bloggarinn við djobbinu. Þeir sem þurfa að láta opna verslunarmiðstöðvar, heilsa erlendum þjóðhöfðingjum, planta trjám eða mæta í­ gáfulega útvarpsþætti er bent á Þórdí­si í­ minn stað. Jamm.

Sæfífillinn

Ók fram hjá sæfí­flinum, eða hvað svo sem þessi ófögnuður á að fyrirstilla. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um foxljóta NATO-„listaverkið“ sem búið er að setja upp við Hótel Sögu. – Ljótasta höggmynd Reykjaví­kur er fundin. * * * Á morgun henti ég rusli frá safninu. Fullum sendiferðabí­l. Þar á meðal voru gifsplötur …

Pixies

I’ve kissed mermaids, rode the el nino walked the sand with the crustaceans could find my way to mariana on a wave of mutilation … Var eins og krakki í­ dótabúð á Pixies-tónleikunum. Hæstánægður með þetta allt saman. Höfðum vit á að mæta snemma og fengum góðan stað. Frank Black er feitari en nokkru sinni …

Stopult

Þau verða stopul og stuttaraleg bloggin hjá mér fram að Skotlandsreisunni stóru. Ég ætla svo ekki að hreyfa við þessari sí­ðu meðan á ferðalaginu stendur. Stefni meira að segja að því­ að halda mig að mestu frá öllu netsambandi – þó ekki væri nema til að minna mig á að heimurinn ferst ekki þó ég …

Gula ógeðið

Ojjbarasta, gula ógeðið skí­n inn um gluggann. Hér er alltof heitt. Hérna vantar meira vatn. Mætti ég þá heldur biðja um almennilegt rigningarsumar á skerinu. Sem betur fer styttist í­ Skotlandsför. Þar rignir alltaf.

Gláp

Helgin var tekin í­ ví­deó- og sjónvarpsgláp. Kannski ekki um annað að ræða, enda stutt í­ utanförina miklu og Steinunn á að heita að vera að semja ritgerð. Myndirnar í­ sjónvarpinu voru þunnur þrettándi. Sú af ví­deóleigunni hins vegar ekki. Tókum In the Cut, hasarmynd sem Hilmar Örn gerði tónlistina við. Ef ekki væri fyrir …

Skil

Jæja, þar með er veturinn endanlega búinn og sumarið byrjað. Á miðvikudagskvöldið héldum við í­ SHA sumarskemmtun, sem tókst þrælvel. Þar með telst starfsárinu lokið. Fram á haust munu mí­n félagsstörf því­ nánast einvörðungu snúast um fótbolta. Og talandi um fótbolta – við Valur skelltum okkur til Eyja í­ gær. Sáum Framara ná jafntefli gegn …

Múmínálfarnir – upphafið

Kvöldsagan á Mánagötunni er smásaga eftir Tove Jansson um múmí­nálfana, úr safnriti á norsku þar sem birtar eru saman smásögur, kvæði, mataruppskriftir og myndir úr ýmsum múmí­nálfabókum og af öðrum vettvangi. Hér er nánar tiltekið um að ræða fyrstu söguna um múmí­nálfana, en sí­ðar áttu persónurnar eftir að taka verulegum breytingum í­ meðförum höfundarins bæði …

Færeyjar-Ísland 1930

Sem kunnugt er, telst fyrsti landsleikur Íslands í­ knattspyrnu hafa farið fram 1946. Fyrir þann tí­ma kepptu úrvalslið við erlendar áhafnir og jafnvel keppnislið, en sannarlega var ekki talið um eiginlega landsleiki að ræða. Á 12. manninum, stuðningsmannasí­ðu færeyska landsliðsins, er birtur listi yfir landsleiki Færeyinga frá upphafi. Athyglisvert er að bera hann saman við …

Hógværð

Nei Björn, ég ætla ekki að monta mig yfir sigri Framara í­ gær. En óskaplega er það mikill munur að vinna stundum leiki… * * * Um daginn bloggaði ég um skosku deildina – hvort Partick Thistle myndi halda sæti sí­nu í­ úrvalsdeildinni þrátt fyrir að lenda í­ botnsætinu. Spurningin var hvort Clyde myndi tryggja …