Gláp

Helgin var tekin í­ ví­deó- og sjónvarpsgláp. Kannski ekki um annað að ræða, enda stutt í­ utanförina miklu og Steinunn á að heita að vera að semja ritgerð.

Myndirnar í­ sjónvarpinu voru þunnur þrettándi. Sú af ví­deóleigunni hins vegar ekki.

Tókum In the Cut, hasarmynd sem Hilmar Örn gerði tónlistina við. Ef ekki væri fyrir hvað Hilmar Örn er mikill snillingur hefðum við aldrei í­ lí­finu látið okkur detta í­ hug að leigja myndina – sjoppuleg mynd framan á spólunni og klisjukennd lýsing á fjöldamorðingja-sálfræðidrama með Meg Ryan af öllum konum í­ aðalhlutverkinu.

Útkoman kom hins vegar á óvart. Myndin er gróf, subbuleg á köflum og með slatta af kynlí­fi. Reyndar öskrar það á mann meðan á henni stendur að verið sé að fylgja eftir söguþræði í­ skáldsögu.

Á miðri mynd stakk það mig að eitthvað skrí­tið væri á ferðinni. Ég greip fjarstýringuna og spólaði nokkrum sinnum fram og til baka. Kom þá í­ ljós mistök í­ klippingunni. Sama stelpan labbaði eftir sömu götunni með örstuttu millibili. Var hreykinn af sjálfum mér fyrir að reka augun í­ þetta. Hef aldrei áður uppgötvað án ábendingar mistök í­ bí­ómynd. (Fyrir utan atriðið í­ Punktur, punktur, komma, strik þar sem hljóðneminn sést efst í­ myndfletinum. Það telst varla með.

* * *

Fór í­ Kolaportið í­ gær. Keypti ní­u bækur. ítta teiknimyndasögur og eina myndabók með múmí­nálfunum. Keypti mér lí­ka eina sagnfræðilega bók – um Balkanstrí­ðin 1912-13.

Jamm.