Stopult

Þau verða stopul og stuttaraleg bloggin hjá mér fram að Skotlandsreisunni stóru. Ég ætla svo ekki að hreyfa við þessari sí­ðu meðan á ferðalaginu stendur. Stefni meira að segja að því­ að halda mig að mestu frá öllu netsambandi – þó ekki væri nema til að minna mig á að heimurinn ferst ekki þó ég sé internetlaus í­ hálfan mánuð.

Tek sí­mann með til útlandsins, einkum til að geta látið SMS-a á mig fréttir af FRAM. Meðan á ferðinni stendur missi ég af Grindaví­k (úti); Fylki (heima); 32-liða úrslitum bikarsins, sem og drættinum í­ þau og í­ 16-liða úrslitin.

Einnig eru öll önnur úrslit vel þegin.

Jamm.