I’ve kissed mermaids, rode the el nino
walked the sand with the crustaceans
could find my way to mariana
on a wave of mutilation …
Var eins og krakki í dótabúð á Pixies-tónleikunum. Hæstánægður með þetta allt saman. Höfðum vit á að mæta snemma og fengum góðan stað.
Frank Black er feitari en nokkru sinni fyrr. Syngur samt eins og kórdrengur á köflum. Kim Deal er langflottust. Mér finnst að það ættu að vera reglur sem segðu að allar konur sem spila á bassa í rokkhljómsveitum eigi að kveikja sér í sígarettu a.m.k. tvisvar á hverjum tónleikum.
Ghostdigital var ekki alveg að gefa sig í upphituninni, þrátt fyrir skemmtilega spretti. Þegar ég frétti að Einar Örn hefði sett son sinn kornungan í sveitina hélt ég að það væru stælar. Á ljós kom að bandið er best þegar sá stutti þenur trompetinn (hvort talar fólk almennt um trompet í kk. eða hk.?) – Hann varð feimnari eftir því sem á leið og lögin döluðu.
* * *
Úff, gott að hafa misst af tapinu á Laugardalsvelli. Það var víst ljótt að horfa á.