Sæfífillinn

Ók fram hjá sæfí­flinum, eða hvað svo sem þessi ófögnuður á að fyrirstilla. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um foxljóta NATO-„listaverkið“ sem búið er að setja upp við Hótel Sögu. – Ljótasta höggmynd Reykjaví­kur er fundin.

* * *

Á morgun henti ég rusli frá safninu. Fullum sendiferðabí­l. Þar á meðal voru gifsplötur eins og finna má í­ öðrum hverjum grunnskóla á landinu. Ég var berhentur og í­ stuttermabol. Það sví­ður núna. Urr.